Síldin er á mikilli ferð
Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.005 tonn af síld. Strax var byrjað að vinna síldina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en starfsfólkið þar var í fríi um helgina. Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki, sagði að síldin hefði fengist í fjórum holum.
Aflinn fékkst á Glettinganesflaki
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Neskaupstað í gær. Afli beggja skipa var á milli 50 og 60 tonn, mest þorskur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að einungis hafi verið stoppað í rúmlega 50 tíma á miðunum.
Gullversmenn fá góða gesti
Það er ekki óalgengt að þreyttir fuglar tylli sér á skip og hvílist þar áður en haldið er áfram flugi. Gjarnan er mest um þessar hvíldarstundir fuglanna á haustin og helst þegar veður eru stirð. Annars láta þeir sjá sig á öllum tímum árs áhöfnum skipanna til gleði.
Kynning á uppgjöri 6 mánaðauppgjöri 2024
Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum annars ársfjórðungs 2024
Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 30.08.2024 klukkan 08:30
SÍLDARVINNSLAN HF.
Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.
VEIÐAR
Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.
VINNSLA
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.
STARFSFÓLKIÐ
Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum