Veitt fyrir austan land og vestan

Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær að aflokinni 30 daga veiðiferð. Landað verður úr skipinu í dag. Afli skipsins var 666 tonn upp úr sjó og er verðmæti aflans um 300 milljónir króna. Heimasíðan ræddi við Sigurð Hörð Kristjánsson skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt.

Viðamiklar framkvæmdir við fiskimjölsverksmiðjuna í Neskaupstað langt komnar

Nú eru framkvæmdir við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað langt komnar en þær hafa staðið yfir frá árinu 2021. Þegar framkvæmdunum verður lokið mun verksmiðjan geta afkastað 2.380 tonnum á sólarhring og verður hún þá stærsta fiskimjölsverksmiðja landsins. Verksmiðjan verður tvískipt, annars vegar stór verksmiðjueining sem mun afkasta 2000 tonnum á sólarhring og hins vegar lítil eining sem mun afkasta 380 tonnum.

Troðfullt skip

Gullver NS landaði í heimahöfn á Seyðisfirði sl. sunnudag. Skipið var með góðan afla og heyrði heimasíðan í Þórhalli Jónssyni skipstjóra og spurði út í aflabrögðin.

Kynning á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2024

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum fyrsta ársfjórðungs 2024

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 23.05.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum