Haustsíldin komin
- Details
- Dagsetning: 12. Oktober 2007
Fyrsti síldarfarmurinn kom til Norðfjarðar kl. 09:00 í morgun. Það var áhöfn Bjarna Ólafssonar AK-70 sem veiddi um 600 tonn. Síldin fer öll til manneldis og verður unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. næsta sólarhringinn. Það má með sanni segja að mikil eftirvænting hafi verið hjá starfsfólki fiskiðjuversins fyrir þessa vertíð og biðinni eftir síldinni nú loks lokið.