Myndir frá starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar 2015

Myndirnar tók Guðlaugur B. Birgisson.

Frá starfsmannahátíð 2015

 

Frá starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar 2015

 

Frá starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar 2015

 

Lesa meira...

Mikil gleði á starfsmannahátíð

Friðrik Ómar var einn þeirra sem hélt uppi stuðinu á starfsmannahátíðinni. Ljósm. Guðlaugur B. BirgissonFriðrik Ómar var einn þeirra sem hélt uppi stuðinu á starfsmannahátíðinni. Ljósm. Guðlaugur B. BirgissonStarfsmannahátíð Síldarvinnslunnar var haldin í íþróttahúsinu í Neskaupstað sl. laugardag. Alls voru hátíðargestir um 400 talsins; starfsmenn Síldarvinnslunnar og makar þeirra ásamt boðsgestum. Skemmst frá að segja heppnaðist hátíðin afar vel. Skemmtiatriðin voru fyrsta flokks og matur og drykkur ekki af lakara taginu. Að loknu borðhaldi var dansað fram á rauðanótt og ríkti fjör og gleði allt til loka. Það var Hljóðkerfaleiga Austurlands sem sá um framkvæmd hátíðarinnar og verður ekki annað sagt en að verkefnið hafi verið vel af hendi leist; húsið var í hátíðarbúningi, öll þjónusta eins og best verður á kosið og sérhverju verkefni sinnt með fumlausum hætti. Alls munu rúmlega 80 manns hafa komið að undirbúningi og framkvæmd starfsmannahátíðarinnar.   
 
Guðlaugur B. Birgisson tók myndir á hátíðinni og nokkrar þeirra verða birtar á fésbókarsíðu Síldarvinnslunnar.

Polar Amaroq heldur til loðnuveiða

Loðnunótin tekin um borð í Polar Amaroq. Ljósm. Geir ZoëgaLoðnunótin tekin um borð í Polar Amaroq. Ljósm. Geir ZoëgaGrænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða frá Neskaupstað í gær. Geir Zoëga skipstjóri er bjartsýnn á að loðna finnist í túrnum. „Við munum veiða í nót og ætlunin er að byrja að leita norður af Strandagrunni Grænlandsmegin og þaðan síðan í norðaustur. Hún er þarna einhvers staðar. Það skiptir hins vegar miklu máli að veður verði sæmilegt,“ sagði Geir.
 
Þess skal getið að í veiðiferðinni mun Polar Amaroq sækja baujur fyrir grænlensku náttúrufræðistofnunina en áhöfnin á skipinu sá um að setja þær út í júlímánuði sl. Þessar baujur eru svonefndar straumbaujur sem mæla bæði strauma og hita.

Vinnsla á íslenskri sumargotssíld að hefjast

Bjarni Ólafsson AK er vætanlegur í kvöld með íslenska sumargotssíld. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK er vætanlegur í kvöld með íslenska sumargotssíld. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK er væntanlegur til Neskaupstaðar í kvöld með 800 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst vestur af landinu. Síldin fer öll til manneldisvinnslu. Heimasíðan hafði samband við Gísla Runólfsson skipstjóra og upplýsti hann að aflinn hafi fengist í Jökuldjúpinu. „Skammturinn náðist en það var ekki mikið fjör í veiðunum, þetta var svona nudd,“ sagði Gísli. „Það sést ekki mikið af síld ennþá á þessum slóðum. Hún er líklega eitthvað seinna á ferðinni en vanalega. En við erum bjartsýnir, þetta er rétt að byrja og það á örugglega eftir að rætast vel úr þessu,“ sagði Gísli að lokum.
 
Síldarvinnsluskipin Börkur og Birtingur eru farin til síldveiða. Börkur fór á sunnudag og hefur hafið veiðar en Birtingur fór í gær.