Gitte Henning verður nýr Beitir

GITTE HENNING marine 1

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gengið frá  kaupum á danska uppsjávarskipinu Gitte Henning S 349.  Beitir NK 123 gengur upp í kaupin. 

Skipið er smíðað í Skípasmíðastöðinni Westwen Baltiga í Klaipeda í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014.  Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn.    Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél, Mistubishi-ljósavél sem er 1000 KW auk litillar landvélar 200 KW.  Skipið er búið tveggja þrepa gír og getur keyrt á fljótandi tíðni milli 50 og 60 Hz. Skrúfa skipsins er 4.400 mm. Hliðarskrúfur eru af gerðinni Brunvoll og er fremri hliðarskrúfan Azimut 1470 KW og aftari 900 KW.

Í skipinu eru 13 RSW tankar, samtals  3.203 rúmmetrar og ber það um 3200 tonn.  Kælikerfið er 2,6 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli og auk þess er um borð í því ozon kerfi til hreinsunar á tönkum.  Þannig er unnt að fullyrða að skipið sé  mjög vel útbúið til að koma með gott hráefni til vinnslunnar.

Skipið er búið fullkomnum búnaði til veiða bæði með flottrolli og nót.  Spilbúnaður er frá Rapp, 3 flottromlur 92 tonna og 92 tonna togspil. Kranar og nótabúnaður er frá Triplex. 

Öll tæki í brú eru af fullkomnustu gerð og aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar.  Í skipinu eru 12 klefar með 14 rúmum.   

Um helgina tilkynntu seljendur Gitte Henning að þeir hefðu skrifað undir smíðasamning á nýju skipi, sem er stærra en þetta skip eða 90,45 metra langt og 17,8 metra breitt. Hyggjast þeir gera Beiti út á meðan á smíði þess stendur.  Það skip mun þá verða stærsta uppsjávarskip sem byggt hefur verið og er því ætlað að bera 3600 tonn af hráefni.

Afhending hins nýja Beitis fer fram í desember og stefnt er að þvi að skipið verði komið heim fyrir jól. Beitir NK hefur verið afhentur kaupendum nú þegar og er hann í slipp í Póllandi. Munu nýju eigendurnir taka yfir þær framkvæmdir sem þar standa yfir.

                Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði að með kaupunum á þessu skipi væri hringnum lokað hvað varðar endurnýjun á uppsjávarflota fyrirtækisins, en þessi nýi Beitir er 17 árum yngri en sá eldri. Hann sagði mikilvægt að hið nýja skip væri afar vel búið að öllu leyti og það myndi koma með fyrsta flokks hráefni að landi sem myndi styrkja uppsjávarvinnslu fyrirtækisins. Þá muni stærð skipsins og burðargeta nýtast vel á stórum loðnuvertíðum og eins við kolmunnaveiðar á fjarlægum miðum. Síðan væri öll vinnuaðstaða og aðbúnaður áhafnar í nýja skipinu eins og best verður á kosið.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir teknar um borð í hinum nýja Beiti NK. (Smellið til að stækka)

postcard-475037-909-16-b     postcard-475037-2123-47-b    postcard-475037-6652-31-b

postcard-475037-12675-65-b     postcard-475037-18005-142-b - Copy    Beitir Nýji

postcard-475037-18769-153-b    postcard-475037-19836-44-b     postcard-475037-21322-14-b

postcard-477858-1835-46-b    postcard-477858-10532-41-b     

Polar Amaroq að fá stóra og fallega loðnu

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonGrænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonGrænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða hinn 20. október sl. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs Zoëga skipstjóra og spurði hvernig gengi. „Það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur. Við erum komnir með um 900 tonn og þetta er stór og falleg loðna sem gengur vel að frysta um borð,“ sagði Geir. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að hafa nægilega mikið af góðu hráefni fyrir vinnsluna. Það er alls staðar fiskur á því svæði sem við höfum kannað. Þetta svæði er norðaustur úr Straumnesi, allt að 30 mílur inn í grænlensku lögsögunni. Ég er viss um að hægt væri að ná mælingu hér, enginn ís og mikið að sjá. Hins vegar er núna komin haugabræla á okkur. Ég verð að viðurkenna að mér er létt og það er full ástæða til bjartsýni ef miðað er við það sem við höfum séð. Manni leist ekki á blikuna þegar upplýst var um niðurstöður loðnuleiðangursins fyrr í haust en ef marka má stöðuna hérna held ég að unnt sé að gera ráð fyrir þokkalegri vertíð,“ sagði Geir Zoëga að lokum.

Gullver og Bjartur landa á Seyðisfirði

Bjartur NK kemur til löndunar á Seyðisfirði í dag. Gullver NS liggur við bryggju. Ljósm. Ómar BogasonBjartur NK kemur til löndunar á Seyðisfirði í dag. Gullver NS liggur við bryggju. Ljósm. Ómar BogasonÍsfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. sunnudag. Afli hans var 100 tonn, þar af 65 tonn þorskur. Skipið mun halda til veiða á ný í kvöld. Bjartur NK kom síðan til löndunar á Seyðisfirði í dag með fullfermi eða 100 tonn. Afli Bjarts er að uppistöðu til þorskur og karfi. Bjarni Hafsteinsson skipstjóri sagði að aflinn hefði fengist víða. „Við byrjuðum suðaustur af Stokksnesi og síðan var haldið í Lónsdýpi og Berufjarðarál. Þarna var verið að eltast við karfa. Síðan var haldið í ufsaleit út á Þórsbanka. Þá var reynt fyrir sér í Seyðisfjarðardýpi en þar fékkst heldur lítið. Við enduðum síðan túrinn í góðri þorskveiði á Digranesflakinu. Við hljótum að vera sáttir við þessa veiðiferð enda komum við með fullt skip,“ sagði Bjarni að lokum.
 
Bjartur heldur til Neskaupstaðar að lokinni löndun á Seyðisfirði og mun halda til veiða á ný nk. fimmtudagsmorgun.

Tæplega 55 þúsund tonn af makríl og norsk- íslenskri síld til Neskaupstaðar á nýliðinni vertíð

Oft var mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn á makríl- og síldarvertíðinni   Ljósm.Hákon ErnusonOft var mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn á makríl- og síldarvertíðinni. Ljósm.Hákon ErnusonHjá Síldarvinnslunni hófust veiðar og vinnsla á makríl og norsk-íslenskri síld í júlímánuði sl. og lauk í byrjun októbermánaðar. Framan af var öll áhersla lögð á makrílveiðina og síld barst þá að landi sem meðafli. Undir lokin hófust hreinar síldveiðar. Hér á eftir verður gefið yfirlit um þessar veiðar og hvernig aflinn var unninn.
 
Sá afli sem kom til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á veiðitímabilinu nam tæplega þrjátíu þúsund tonnum. Tekið var á móti 19.214 tonnum af makríl og 10.345 tonnum af norsk-íslenskri síld. Megnið af aflanum kom frá þremur skipum, Berki NK, Beiti NK og Bjarna Ólafssyni AK. Að auki landaði Margrét EA makríl- og síldarafla og Birtingur NK landaði síld. Aflinn skiptist á skipin sem hér segir:
                                                     
                                                           Makríll                 Norsk-íslensk síld
                        Börkur NK                    5.918                           3.445
                        Beitir NK                       7.194                           2.754
                        Bjarni Ólafsson AK       5.117                           1.019
                        Margrét EA                     985                               216
                        Birtingur NK                     0                               2.911
 
 
Fyrir utan þann makríl og síldarafla sem landað var til vinnslu í fiskiðjuverinu lönduðu þrjú vinnsluskip frystum makríl og norsk-íslenskri síld í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Frystar afurðir þeirra námu samtals 16.328 tonnum og skiptust þannig á milli skipanna:
                                 
                         Kristina EA                         7.580
                         Vilhelm Þorsteinsson EA   3.302
                         Hákon EA                          5.446
 
Þá lönduðu grænlensku vinnsluskipin Polar Amaroq og Polar Princess samtals rúmlega 1.900 tonnum í Neskaupstað en afli þeirra fór ekki í frystigeymslurnar heldur beint um borð í flutningaskip. Afli Polar Amaroq var 664 tonn en Polar Princess 1.243 tonn.
 
Vinnsluskipin lönduðu samtals 7.177 tonnum af afskurði og fráflokkuðum fiski í fiskimjölsverksmiðjuna í Neskaupstað. 
 
Á framansögðu má sjá að á vertíðinni bárust samtals  54.971 tonn af makríl og norsk- íslenskri síld til Neskaupstaðar.