Kolmunnaveiðin eins og best gerist

Beitir NK kom til Neskaupstaðar aðfaranótt sunnudags með rúmlega 3.000 tonn af kolmunna eða fullfermi. Heimasíðan ræddi við Sigurð Valgeir Jóhannesson skipstjóra og spurði fyrst hvort menn væru ekki sáttir við veiðina.

Graðýsa og stórþorskur

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til löndunar á Seyðisfirði í gærmorgun. Aflinn var 107 tonn eða nánast fullfermi. Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og bað hann um að segja stuttlega frá veiðiferðinni.

Kynning á ársuppgjöri 2023

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum ársuppgjöri 2023

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 07.03.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum