Articles

Karl Hjelm lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni

Síðasti dagurinn í vinnunni hjá KajKarl Hjelm hóf störf hjá Síldarvinnslunni hf. haustið 1966. Starfaði hann í bræðslunni í nokkur ár, síðan í saltfiskverkuninni og löndunum á ísfiski ásamt uppskipunum með viðkomu í reykiðjunni (sem var á efstu hæðinni í gamla frystihúsinu). Þegar hætt var að salta bolfisk fór hann í að salta síld hjá Haraldi Jörgensen í Fiskiðjuverinu og sinnti auk þess fiskmati. Síldarvinnslan hf. þakkar Kaj fyrir vel unnin störf í gegnum árin og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Þátttakendur á námskeiði í stafrænni ljósmyndun.

Hópurinn úti að borðaStarfsmannafélag bræðslunnar á Seyðisfirði, fór í viku afslöppunarferð til Algarve í Portugal 19-26.sept.s.l. Gist var á AlagoaMar hótelinu, passlega stórt og að öllu leyti þægilegt, stutt að ganga í “gamla bæinn” og á “Laugaveginn”. Veðrið var sérlega gott allan tímann, +26-30°C og heiðskýrt, og fannst sumum nóg um hitann. Meðan sumir flatmöguðu í sólinni í garðinum, fóru aðrir í búðarráp, gönguferðir, á ströndina, sígaunamarkað eða tóku sér hringtúr með “lestinni”.

Lesa meira...

Gagn og gaman

Þátttakendur á námskeiði í stafrænni ljósmyndun.Ágæta samstarfsfólk. Í námskrá sem birt er hér á heimasíðunni er áætlun um námsframboð næstu tveggja ára í skóla sem hlotið hefur heitið “Gagn og gaman – grunnmenntaskóli SVN”. Námskeiðunum er ætlað að koma til móts við faglegar og félagslegar þarfir starsfólks SVN. Þau eiga að vera til fróðleiks og skemmtunar en jafnframt efla starfsfólkið og innviði félagsins.

Lesa meira...

Starfsmannaferð til Vilnius

Nokkrir góðir á spjalli í VilniusStarfamannafélag fiskiðjuversins fór þann 29. ágúst til Vilnius í Litháen og var farið með beinu flugi frá Egilsstöðum. Gist var á Novotel hótelinu sem er staðsett á besta stað í miðbænum. Veðrið lék við félagsmenn allan tímann og ekki skemmdi að góða skapið var með í för. Farnar voru skoðunarferðir um Vilnius, Kaunas og Trakai.

Lesa meira...

Fleiri greinar...

  1. Flökkuskarfi gefið frelsi