Gagn og gaman

Þátttakendur á námskeiði í stafrænni ljósmyndun.Ágæta samstarfsfólk. Í námskrá sem birt er hér á heimasíðunni er áætlun um námsframboð næstu tveggja ára í skóla sem hlotið hefur heitið “Gagn og gaman – grunnmenntaskóli SVN”. Námskeiðunum er ætlað að koma til móts við faglegar og félagslegar þarfir starsfólks SVN. Þau eiga að vera til fróðleiks og skemmtunar en jafnframt efla starfsfólkið og innviði félagsins.

Lesa meira...

Starfsmannaferð til Vilnius

Nokkrir góðir á spjalli í VilniusStarfamannafélag fiskiðjuversins fór þann 29. ágúst til Vilnius í Litháen og var farið með beinu flugi frá Egilsstöðum. Gist var á Novotel hótelinu sem er staðsett á besta stað í miðbænum. Veðrið lék við félagsmenn allan tímann og ekki skemmdi að góða skapið var með í för. Farnar voru skoðunarferðir um Vilnius, Kaunas og Trakai.

Lesa meira...

Flökkuskarfi gefið frelsi

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki, og Haraldur Bjarnason, fréttamaður RÚV, gefa skarfinum loðnuSjónvarpsáhorfendur hafa eflaust séð frétt í gærkvöldi um dílaskarf sem var að spóka sig á götum Egilsstaða og endaði heimsóknina með versluarferð í Samkaup.

Starfsmenn Ríkisútvarpsins tóku skarfinn í fóstur og hýstu hann í nótt, en óku með hann til Neskaupstaðar í dag þar sem honum var sleppt.

Lesa meira...