Skyndihjálparnámskeið

SkyndihjálparnámskeiðUndanfarnar vikur hafa starfsmenn Síldarvinnslunnar hf. verið á skyndihjálparnámskeiðum frá Rauða Krossi Íslands.  Búið er að halda 3 námskeið, eitt í fiskiðjuveri og tvö í fiskimjölsverk-smiðjunni í Neskaupstað.  Fyrirhuguð eru námskeið fyrir pólska starfsmenn og einnig fyrir starfsmenn á Seyðisfirði og í Helguvík.  Þessi námskeið eru liður í að auka öryggi á vinnustöðum 

Lesa meira...

Starfsmannahátíð 2009

Starfsmannahátíð 2009Starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar hf. verður haldin á morgun, laugardaginn 24.10.2009.  Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk og hefst borðhaldið kl. 20:00.  Veislustjóri verður Gísli Einarson sem er kunnastur fyrir þætti sína Út og suður í sjónvarpinu og ekki skemmir að hann á ættir sínar að rekja til Norðfjarðar.   Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum mun hljómsveitin Mono leika fyrir dansi.

Góða skemmtun

Óvissuferð starfsmanna í Neskaupstað og Seyðisfirði

Lagt af stað í SilfurbergsnámunaStarfsmenn landvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði gerðu sér glaðan dag í gær en farið var í Helgustaðanámuna í Reyðarfirði og starfshættir við vinnslu silfurbergs kannaðir.  Einnig var farið að Útstekk en þar var stærsti verslunarstaður Austurlands á dögum dönsku einokunarverslunarinnar.  Ferðin endaði með mikilli veislu í Randulffssjóhúsi á Eskifirði þar sem starfsmenn skemmtu sér fram eftir kvöldi. Allt skipulag var í höndum  Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustu Mjóeyrar og kunnum við honum bestu þakkir.

Lesa meira...

Karl Hjelm lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni

Síðasti dagurinn í vinnunni hjá KajKarl Hjelm hóf störf hjá Síldarvinnslunni hf. haustið 1966. Starfaði hann í bræðslunni í nokkur ár, síðan í saltfiskverkuninni og löndunum á ísfiski ásamt uppskipunum með viðkomu í reykiðjunni (sem var á efstu hæðinni í gamla frystihúsinu). Þegar hætt var að salta bolfisk fór hann í að salta síld hjá Haraldi Jörgensen í Fiskiðjuverinu og sinnti auk þess fiskmati. Síldarvinnslan hf. þakkar Kaj fyrir vel unnin störf í gegnum árin og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Þátttakendur á námskeiði í stafrænni ljósmyndun.

Hópurinn úti að borðaStarfsmannafélag bræðslunnar á Seyðisfirði, fór í viku afslöppunarferð til Algarve í Portugal 19-26.sept.s.l. Gist var á AlagoaMar hótelinu, passlega stórt og að öllu leyti þægilegt, stutt að ganga í “gamla bæinn” og á “Laugaveginn”. Veðrið var sérlega gott allan tímann, +26-30°C og heiðskýrt, og fannst sumum nóg um hitann. Meðan sumir flatmöguðu í sólinni í garðinum, fóru aðrir í búðarráp, gönguferðir, á ströndina, sígaunamarkað eða tóku sér hringtúr með “lestinni”.

Lesa meira...