Börkur með súpersíld

Börkur NK kemur til löndunar. Ljósm. Hákon Ernuson.Börkur NK kemur til löndunar. Ljósm. Hákon Ernuson.Börkur NK hélt til síldveiða eftir nokkurt hlé sl. þriðjudag. Veiðar gengu vel og kom hann til löndunar í Neskaupstað með 950 tonn sl. fimmtudag. Að löndun lokinni var haldið á miðin á ný og kom skipið með 1050 tonn í gærkvöldi. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri segir að auðvelt hafi verið að fá þennan afla. „Í fyrri túrnum fengum við síldina í Norðfjarðardýpi í fjórum holum en í seinni túrnum var togað við Glettinganesflak og norður í Héraðsflóa. Í seinni túrnum voru einnig tekin fjögur hol. Þetta er algjör súpersíld sem hlýtur að henta vel í alla vinnslu,“ sagði Hjörvar.

Jólasíld – ljósmyndasamkeppni

Fötur með jólasíld Síldarvinnslunnar 2014Fötur með jólasíld Síldarvinnslunnar 2014Jólasíld Síldarvinnslunnar er ómissandi hluti jólahátíðarinnar hjá starfsmönnum  fyrirtækisins. Engin önnur síld kemst í háfkvisti við hana og ef hún er nefnd á nafn kemur vatn í munn flestra sem hafa neytt hennar og notið. Aðferðirnar sem notaðar eru við framleiðslu síldarinnar eru að sjálfsögðu leyndarmál en þær hafa verið þróaðar af kunnáttumönnum á löngum tíma.
 
Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að merkimiðinn á síldarfötunum sé með jólalegri mynd af athafnasvæði eða skipum Síldarvinnslunnar. Nú hefur verið ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni á meðal þeirra sem kunna að eiga myndir sem koma til greina á slíkan merkimiða. Myndirnar skulu þátttakendur senda til Jóns Gunnars Sigurjónssonar yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar fyrir 15. október (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Vegleg verðlaun verða veitt þeim sem á myndina sem verður fyrir valinu.

Börkur NK heldur til síldveiða

Börkur NK. Ljósm. Geir ZoëgaBörkur NK. Ljósm. Geir ZoëgaHjá Síldarvinnslunni var gert nokkuð hlé á síldveiðum og síldarvinnslu í síðustu viku. Beitir NK og Birtingur NK höfðu lagt stund á veiðarnar á meðan viðhaldsverkefnum var sinnt um borð í Berki NK. Nú er Börkur tilbúinn að hefja veiðar og hélt hann út á miðin í gær. Áður en siglt var úr höfn var Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri tekinn tali og sagði hann að bræla hefði verið á miðunum út af Austfjörðum en  veðrið væri að ganga niður. „Við munum byrja á því að leita hérna uppi á landgrunninu en það hefur fengist góð síld að undanförnu frá Reyðarfjarðardýpi og allt norður á Glettinganesgrunn. Síðan hafa einhver skip reynt fyrir sér austur af landgrunninu og fengið þar einhvern afla. Það eru fá skip að síldveiðum þessa stundina og því nauðsynlegt að byrja á að leita,“ sagði Hjörvar.

Barði NK með góðan túr

Barði NK. Ljósm. Hákon ErnusonBarði NK. Ljósm. Hákon ErnusonFrystitogarinn Barði NK kom til heimahafnar í Neskaupstað sl. laugardag að lokinni góðri veiðiferð, en skipið millilandaði hinn 19. september. Heildaraflinn í veiðiferðinni var 310 tonn upp úr sjó að verðmæti 130 milljónir króna. Theodór Haraldsson skipstjóri segir að meginhluti aflans hafi verið karfi og grálúða. Þá hafi töluvert verið reynt að veiða ufsa en það hafi gengið heldur erfiðlega.“Við byrjuðum í grálúðu hér fyrir austan en síðan var haldið vestur í ufsaleit. Okkur eins og fleirum reyndist erfitt að finna hreinan ufsa – hann var þorsk- eða karfablandaður í alltof ríkum mæli og alls ekki eins mikið af honum og hefur verið síðustu 3-4 árin. Við héldum í Víkurálinn eftir að hafa reynt við ufsann og þar var fínasta karfaveiði. Undir lok túrsins fórum við aftur í grálúðuna hér eystra,“ sagði Theodór.
 
Gert er ráð fyrir að Barði haldi á ný til veiða í kvöld.

Beitir til Póllands

Beitir NK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBeitir NK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBeitir NK hélt áleiðis til Gdansk í Póllandi sl. laugardagskvöld og er áætlað að hann komi þar til hafnar hinn 1. október. Skipið mun síðan fara í dokk hinn 5. október en á því verða gerðar ýmsar umbætur auk þess sem hefðbundnu viðhaldi verður sinnt. Áætlaður verktími er um tíu vikur þannig að skipið gæti komið til heimahafnar á ný um miðjan desember. 
 
Skipt verður um RSW-kælikerfi í skipinu; núverandi kerfi er freon-kerfi en hið nýja verður ammonia-kerfi. Þá verður nýr andveltitankur settur í skipið og afköst vacuum-kerfisins (löndunarkerfisins) aukin. Skipið verður síðan snurfusað og málað hátt og lágt.

Fréttir af ísfisktogurum

Bjartur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBjartur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBjartur NK kom til löndunar í Neskaupstað í gær að afloknum stuttum túr. Aflinn var 65 tonn, helmingurinn þorskur en einnig ufsi, karfi og ýsa. Gullver NS landaði sl. mánudag á Seyðisfirði 85 tonnum. Um 40 tonn var þorskur, 20 karfi, 15 ufsi og 8 tonn var ýsa. Gullver hélt á ný til veiða á þriðjudagskvöld og að lokinni yfirstandandi veiðiferð mun hann fara til Akureyrar í slipp.
 
Vestmannaeyjatogararnir Vestmanney VE og Bergey VE hafa lagt áherslu á ýsuveiðar að undanförnu. Vestmannaey kom til löndunar í Eyjum í gær með 60 tonna afla og Bergey landar 50 tonnum í dag. Uppistaða aflans er ýsa og þorskur en einnig hafa togararnir verið að fá dálítinn karfa. 

Sama stóra og góða síldin

Birtingur NK kemur með síld til löndunar. Ljósm. Hákon ErnusonBirtingur NK kemur með síld til löndunar. Ljósm. Hákon ErnusonSíðustu dagana hefur síld verið unnin allan sólarhringinn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Beitir NK og Birtingur NK hafa verið að veiðum og aflað vel. Í gærkvöldi kom Birtingur að landi með 900 tonn og þegar vinnslu á þeirri síld lýkur verður fiskiðjuverið þrifið hátt og lágt og síðan gefið helgarfrí. Beitir hefur nú hætt veiðum en hann er á leið til Póllands í slipp. Eins mun Birtingur ekki veiða meira af norsk-íslenskri síld á þessari vertíð. Í stað þessara tveggja skipa mun Börkur NK halda til síldveiða um komandi helgi en unnið hefur verið að viðhaldi þar um borð að undanförnu. Gert er ráð fyrir að Börkur ljúki við að veiða síldarkvóta fyrirtækisins. Að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar yfirverkstjóra eru bátarnir ávallt að koma með sömu stóru og góðu síldina enda hefur vinnslan gengið afar vel.

Starfsmannahátíð SVN verður 17. október

Gott stuð á síðustu starfsmannahátíð   Ljósm: Guðlaugur BirgissonGott stuð á síðustu starfsmannahátíð. Ljósm. Guðlaugur BirgissonStarfsmannahátíð Síldarvinnslunnar verður haldin í íþróttahúsinu í Neskaupstað hinn 17. október næstkomandi. Að vanda verður hátíðin hin glæsilegasta. Boðið verður upp á kræsingar eins og þær gerast bestar og mikið verður lagt í skemmtiatriði. Að lokum verður dansað fram á rauðanótt.
 
Veislustjórar verða leikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason og á meðal skemmtiatriða verður tónlist úr bestu sýningum Rigg-viðburða. Hljómsveit Rigg-viðburða mun síðan leika fyrir dansi ásamt söngvurunum Stefáni Hilmarssyni, Sigríði Beinteinsdóttur og Friðriki Ómari Hjörleifssyni. Allir ættu að geta skemmt sér konunglega á hátíðinni.
 
Gert er ráð fyrir að gestir á hátíðinni verði um 500 talsins.

Að slá í gegn

Flutningabílar koma út úr Oddsskarðsgöngum. Ljósm. Rúnar GunnarssonFlutningabílar koma út úr Oddsskarðsgöngum. Ljósm. Rúnar GunnarssonKlukkan 10 að morgni sl. fimmtudags var slegið í gegn í Norðfjarðargöngum en tæplega tvö ár eru liðin frá upphafi gangaframkvæmdanna. Gert er ráð fyrir að ráðherra komi austur hinn 25. þessa mánaðar og sprengi síðasta haftið við hátíðlega athöfn. Það verða gleðileg tímamót í sögu þessara framkvæmda. Þó svo að lokið verði við að opna leiðina í gegnum fjallið gera áætlanir ekki ráð fyrir að  göngin verði tekin í notkun fyrir almenna umferð fyrr en á árinu 2017.
 
Ný  Norðfjarðargöng munu valda byltingarkenndum breytingum í samgöngum á Austurlandi en með tilkomu þeirra þarf ekki lengur að fara yfir Oddsskarð og í gegnum Oddsskarðsgöng sem eru í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir sem sækja atvinnu eða þjónustu yfir Oddsskarð munu svo sannarlega upplifa þær framfarir sem nýju göngin munu hafa í för með sér.
 
Fyrir Síldarvinnsluna mun tilkoma nýju ganganna valda heilmiklum þáttaskilum. Þó svo að langmest af afurðum fyrirtækisins sé flutt á brott með skipum þá er töluverðum hluta þeirra ekið í gámum til útflutnings frá öðrum höfnum. Að undanförnu hafa oft um 1000 gámar á ári verið fluttir landleiðis yfir Oddsskarð frá Neskaupstað en það eru um 20 gámar á viku að jafnaði. Bílarnir sem annast gámaflutningana þurfa að nota sérbúna vagna til að komast í gegnum Oddsskarðsgöng auk þess sem aksturinn yfir fjallveginn er bæði erfiður og áhættusamur, ekki síst yfir vetrartímann. Þá er slit á flutningabílunum sem aka þessa leið afar mikið.
 
Hin nýju Norðfjarðargöng munu gjörbreyta allri aðstöðu til landflutninga á afurðum Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað auk þess sem tilkoma ganganna mun draga úr kostnaði og áhættu vegna þeirra. Þessi nýju göng eru svo sannarlega þjóðþrifaframkvæmd og fagnaðarefni. 

Stór og góð eðalsíld

Stór og falleg norsk-íslensk eðalsíld. Ljósm. Hákon ErnusonStór og falleg norsk-íslensk eðalsíld. Ljósm. Hákon ErnusonVinnsla á norsk-íslenskri síld hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sl. mánudag. Þá kom Beitir NK með 700 tonn og í kjölfar hans kom Birtingur NK með 650 tonn. Beitir kom síðan á ný til löndunar í morgun með 700 tonn. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu segir að síldin sé afar stór og góð, sannkölluð eðalsíld, og vinnslan gangi vel. „Við framleiðum allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum og hráefnið er afar gott. Síldin er stór og falleg og ekkert af smásíld í aflanum. Þetta er norsk-íslensk síld eins og hún gerist best og hentar vel bæði til flökunar og heilfrystingar. Þetta er í reynd allt eins og best verður á kosið. Nú skiptir bara öllu máli að vel gangi að selja þessa gæðavöru,“ sagði Jón Gunnar.

Bjartur og Gullver landa á Seyðisfirði

Verið að ísa Bjart NK á Seyðisfirði að lokinni löndun. Ljósm. Ómar BogasonVerið að ísa Bjart NK á Seyðisfirði að lokinni löndun. Ljósm. Ómar BogasonÞað sem af er september hafa ísfisktogararnir Bjartur NK og Gullver NS landað samtals fimm sinnum á Seyðisfirði. Bjartur hefur landað þrisvar samtals 243 tonnum og Gullver tvisvar samtals 186 tonnum. Uppistaða aflans hefur verið þorskur, karfi og ufsi. Hluti aflans hefur verið unnin í fiskvinnslustöðinni á Seyðisfirði og segir Ómar Bogason vinnsluna ganga vel. „Hér fellur ekki úr klukkutími. Það er unnið á fullum afköstum hvern dag og rúmlega það. Vinnslan er jöfn og góð og stöðin er ágætlega mönnuð. Við höfum lagt sérstaka áherslu á vinnslu á ufsa og það hefur gengið vel. Menn eru mjög ánægðir með gang mála hérna,“ sagði Ómar.
 
Gullver landaði síðast 94 tonnum sl. mánudag og Bjartur landaði 89 tonnum í gær.
 
Þegar þetta er ritað er frystitogarinn Barði NK að veiðum úti fyrir Norðurlandi en Blængur NK er í slipp á Akureyri. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að veiðum úti fyrir Suðaustur- og Suðurlandi að undanförnu.
 

Fyrstu síldinni landað til vinnslu

DSC03234A

Beitir NK að landa stórri og fallegri síld í Neskaupstað. Ljósm: Hákon Ernuson

Í fyrrinótt kom Beitir NK með fyrsta farminn af norsk-íslenskri síld til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á þessari vertíð. Afli skipsins var 700 tonn sem fékkst í þremur holum.  Tómas Kárason skipstjóri var ánægður með túrinn. „Við fórum út á laugardag og byrjuðum að toga innarlega í Norðfjarðardýpinu. Að loknu því holi færðum við okkur yfir í Seyðisfjarðardýpið en síðan aftur yfir í Norðfjarðardýpið þar sem við tókum þriðja og síðasta holið. Þetta gekk vel og síldin er stór og falleg eða um 390 grömm að meðaltali. Það var nóg að sjá á þessum slóðum. Þetta voru blettir, ekki mjög stórir. Síldin hélt sig niðri við botn yfir daginn í þéttum torfum en kom upp þegar skyggði og þá var hún heldur dreifðari. Það mun líka vera mikið að sjá af síld austar en við vorum eða austur úr Seyðisfjarðardýpinu. Þetta lítur allt saman vel út hvað veiðarnar áhrærir og það mun örugglega ganga vel að vinna þessa fínu síld, það eru einungis markaðirnar sem eru áhyggjuefnið um þessar mundir,“ sagði Tómas.

Birtingur NK hefur einnig hafið síldveiðar þannig að gera má ráð fyrir samfelldri vinnslu á næstunni.

Vinnsla á síld hefst eftir helgina

Vinnsla á síld mun hefjast eftir helgi. Ljósm. Hákon ErnusonVinnsla á síld mun hefjast eftir helgi. Ljósm. Hákon ErnusonGert er ráð fyrir að vinnsla á norsk-íslenskri síld hefjist í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í næstu viku. Beitir NK mun væntanlega halda til síldveiða fyrir helgina og ef allt fer samkvæmt áætlun mun hann ekki verða lengi að innbyrða hæfilegan afla fyrir vinnsluna.
 
Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Beiti, segir að makrílskipin hafi að undanförnu orðið vör við mikla síld út af Austfjörðum þannig að full ástæða sé til að ætla að veiðarnar muni ganga vel. „Við höfum séð mikla síld út af Héraðsflóa og á grunnunum hér fyrir austan. Þetta er meiri síld á þessum slóðum en oftast áður. Við munum sennilega byrja að kanna svæðið hérna beint úti enda hafa einhver skip verið að veiðum síðustu daga í Norðfjarðar- og Reyðarfjarðardýpi. Ef ástæða er til munum við síðan leita austar. Við stefnum að því að koma með góðan afla til vinnslu á mánudagsmorgun. Það ætti að geta gengið,“ sagði Hálfdan.

Yfir 30.000 tonnum af makríl landað í Neskaupstað á vertíðinni

Beitir NK kemur að landi með markrílfarm. Ljósm. Sylvía Kolbrá HákonardóttirBeitir NK kemur að landi með markrílfarm. Ljósm. Sylvía Kolbrá HákonardóttirÍ dag er verið að landa 650 tonnum af frystum makríl úr Hákoni EA og er gert ráð fyrir að það sé á meðal síðustu farmanna sem landað verður á vertíðinni. Alls hafa yfir 30.000 tonn af makríl borist til Neskaupstaðar á vertíðinni enda gengu veiðarnar yfirleitt mjög vel. Rúmlega 19.200 tonnum var landað til vinnslu í fiskiðjuverinu en engum makríl var landað beint til mjöl- og lýsisvinnslu. Allur aflinn sem unnin var í fiskiðjuverinu kom frá fjórum skipum: Beitir NK landaði 7.194 tonnum, Börkur NK 5.913 tonnum, Bjarni Ólafsson AK 5.117 tonnum og Margrét EA 985 tonnum. Vinnslan á makrílnum gekk vel og að sögn Jón Gunnars Sigurjónssonar, yfirverkstjóra í fiskiðjuverinu, var fiskurinn betri en á undanförnum vertíðum. „Fiskurinn var mjög stór og góður alla vertíðina, sérstaklega var hráefnið gott í ágústmánuði. Segja má að allt hafi gengið eins og í sögu á vertíðinni að sölumálunum undanskildum eins og menn vita,“ sagði Jón Gunnar.
 
Fyrir utan makrílaflann sem barst til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar lönduðu vinnsluskip 12.800 tonnum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar á vertíðinni. Dálítill hluti af því sem landað var er síld sem fékkst sem meðafli. Vinnsluskipin sem færðu þennan afla að landi voru þrjú: Kristina EA, Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA.

Nánast fullar frystigeymslur

Frystri síld landað í Neskaupstað sl. helgi. Ljósm. Hákon ErnusonFrystri síld landað í Neskaupstað sl. helgi. Ljósm. Hákon ErnusonNú er góðri makrílvertíð um það bil að ljúka hjá Síldarvinnslunni. Í dag er þó verið að landa 650 tonnum af frystum makríl úr Hákoni EA en varla er gert ráð fyrir að miklum makrílafla verði landað til viðbótar á vertíðinni. Löndun á síld er hins vegar hafin af krafti í Neskaupstað og í gærkvöldi var lokið við að landa frystri síld úr grænlensku skipunum Polar Amaroq og Polar Princess. Fór afli þeirra, samtals um 1800 tonn, beint um borð í flutningaskip í höfninni.
 
Heimir Ásgeirsson, yfirverkstjóri í frystigeymslum Síldarvinnslunnar, segir að mikill munur sé á þessari vertíð og fyrri vertíðum hvað varðar útskipun á afurðum. Nú séu frystigeymslurnar nánast fullar en á síðustu árum hafi afurðirnar farið jafnt og þétt. „Lokun Rússlandsmarkaðar og Nígeríumarkaðar hafa alvarleg áhrif á okkar starfsemi,“ sagði Heimir. „Frá okkur hafa þó farið um 11.000 tonn í ágústmánuði sl. en til samanburðar fóru 14.000 tonn seinni tvær vikurnar í ágústmánuði í fyrra. Þetta gengur afar hægt fyrir sig um þessar mundir. Við erum að senda frá okkur um 1000 tonn í gámum sem fara til Hollands og þaðan til Tyrklands og Egyptalands og í dag er að koma skip sem tekur 500 tonn til Póllands. Þetta eru mikil viðbrigði frá síðustu árum þegar útflutningurinn gekk hratt og vel fyrir sig og unnt var að framleiða af fullum krafti því ávallt var geymslurými fyrir frystar afurðir,“ sagði Heimir að lokum.

Mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn

Sannkölluð örtröð skipa er í Norðfjarðarhöfn þessa dagana. Ljósm. Hákon ErnusonSannkölluð örtröð skipa er í Norðfjarðarhöfn þessa dagana. Ljósm. Hákon ErnusonNú um helgina hefur svo sannarlega verið líflegt í Norðfjarðarhöfn. Segja má að þar hafi verið örtröð skipa og þau skip sem ekki hafa komist að hafa legið úti á firði. Síldarvinnsluskipin Börkur og Beitir liggja í höfninni að afloknum makrílveiðum og þar um borð er eðlilegu viðhaldi sinnt. Grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Princess hafa verið að landa frystri síld beint um borð í flutningaskip og Hákon EA kom með fullfermi af frystum makríl. Þá var verið að gera frystitogarann Barða kláran til veiðiferðar. Til viðbótar við þessi skip komu smærri bátar til löndunar og hvert sem litið var á  hafnarsvæðinu voru menn í önnum.
 
Grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Princess hafa verið að síldveiðum austur af Grænlandi þar sem þau hafa partrollað. Í upphafi veiðiferðarinnar lögðu skipin stund á makrílveiðar en fljótlega sneru þau sér að síldinni. Mikið af síld var að sjá á þeim slóðum sem skipin toguðu og komu þau bæði með fullfermi til löndunar. Afli Polar Princess var um 1100 tonn og Polar Amaroq 650 tonn.

Viðbygging rís við fiskiðjuver Síldarvinnslunnar

viðbygging

Framkvæmdir við stækkun fiskiðjuversins. Ljósm: Smári Geirsson

Stefnt er að því að auka afköst fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og eru yfirstandandi byggingaframkvæmdir norðan við verið liður í þeim áformum. Viðbyggingin sem nú er að rísa er um 1000 fermetrar að stærð. Með tilkomu hennar mun vinnslurými versins stækka en í tengslum við framkvæmdirnar mun eldra húsnæði verða breytt þannig að rými eykst fyrir frystipressur. Þessi nýja bygging er með svipuðu sniði og og pökkunarstöðin sem byggð var við fiskiðjuverið í fyrra en hún er einnig 1000 fermetrar að stærð.

Það er Mannvit sem hefur hannað viðbygginguna og annast eftirlit með framkvæmdum. Aðalverktaki er Nestak hf. en Haki ehf. annaðist jarðvegsframkvæmdir og Fjarðalagnir sjá um lagnavinnuna.

Framkvæmdir við viðbygginguna hófust um mánaðamótin maí-júní og er áformað að þeim ljúki seint á haustmánuðum.

 

Togararnir landa á síðasta degi fiskveiðiársins

Löndun úr Barða NK. Ljósm. Hákon ErnusonLöndun úr Barða NK. Ljósm. Hákon ErnusonTogararnir Blængur NK, Barði NK, Bergey VE og Gullver NS eru allir að landa í dag en Bjartur NK landaði í gær. Blængur er að landa á Akureyri, Gullver á Seyðisfirði, Bergey í Vestmannaeyjum, Barði í Neskaupstað og Bjartur landaði í Neskaupstað í gærdag.
 
Afli frystitogarans Blængs er 425 tonn upp úr sjó og er uppistaða aflans ufsi, þorskur og karfi. Frystitogarinn Barði kom með fullfermi að landi og er aflinn að meginhluta til grálúða og þorskur. Ísfisktogarinn Bergey er að landa um 60 tonnum og Gullver 70 tonnum. Afli ísfisktogarans Bjarts var síðan um 80 tonn.
 
Gert er ráð fyrir að ísfisktogararnir haldi til veiða á ný um miðja vikuna og Barði í vikulokin. 
 

Framlag Síldarvinnslusamstæðunnar til samfélagsins var 9,8 milljarðar á árunum 2013-2014 – þar af voru veiðigjöld tæplega 1,9 milljarðar

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur reiknað út svonefnt skattaspor Síldarvinnslusamstæðunnar fyrir árin 2013 og 2014. Skattaspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Til Síldarvinnslusamstæðunnar  teljast auk móðurfélagsins Síldarvinnslunnar hf., Gullberg ehf., Bergur-Huginn ehf., Fóðurmjölsverksmiðjan Laxá og SVN-eignafélag ehf.  

Hér á eftir verða birtar nokkrar athyglisverðar niðurstöður skattasporsins:

  • Verðmætasköpun Síldarvinnslusamstæðunnar nam rúmum 23 milljörðum króna árið 2014 og fjöldi ársverka var 288.

  • Rekstrarkostnaður fyrir utan laun og skatta á árinu 2014 nam tæpum 10 milljörðum króna og er stór hluti kostnaðarins vegna kaupa á vörum og þjónustu frá öðrum innlendum fyrirtækjum.

  • Launagreiðslur námu 14,3% af verðmætasköpun ársins 2014.

  • Meðaltal heildarlauna starfsmanna á árinu 2014 var 12 milljónir króna.

  • Skattaspor samstæðunnar var 1,6 milljón krónur á mánuði fyrir hvern starfsmann árið 2014 og 1,9 milljón krónur á mánuði 2013. Skattasporið nam því samanlagt 42 milljónum króna fyrir hvern starfsmann á árunum 2014 og 2013.

  • Skattasporið nam 104 krónum fyrir hvert þorskígildiskg. af veiðiheimildum ársins 2014 og 154 krónum fyrir hvert þorskígildiskg. ársins 2013.

  • Veiðigjöld námu 909 milljónum króna árið 2014 og 954 milljónum árið 2013.

  • Veiðigjöldin sem hlutfall af heildarskattaspori námu tæplega 20% árið 2014 og um 18% árið 2013.

  • Samanlagt námu greiddir og innheimtir skattar ásamt opinberum gjöldum samstæðunnar 4,6 milljörðum króna árið 2014 og 5,2 milljörðum króna árið 2013. Samanlagt nam því framlag samstæðunnar til samfélagsins 9,8 milljörðum króna í formi skatta og opinberra gjalda á árunum 2013 og 2014.

  2014

 2013

Umhverfishópur Síldarvinnslunnar stóð sig vel

Umhverfishopur

Hluti umhverfishóps Síldarvinnslunnar í vettvangsheimsókn við munna Norðfjarðarganga í Fannardal

Umhverfishópur Síldarvinnslunnar lauk störfum nýverið og hefur skilað góðu verki. Hópurinn hóf að sinna verkefnum sínum um mánaðamótin maí-júní og hefur unnið kappsamlega í sumar. Í fyrstu voru 10 ungmenni í hópnum en þegar hópurinn var fjölmennastur taldi hann 15 ungmenni af báðum kynjum. Sigfús Sigfússon stýrði starfsemi hópsins eins og hann hefur reyndar gert síðustu sumur.

Að sögn Sigfúsar eru ávallt næg verkefni fyrir umhverfishópinn. Hann sinnti tiltekt á athafnasvæði Síldarvinnslunnar auk þess sem hann fékkst við hreinsun og snyrtingu af öllu tagi. Það var rakað, sópað, blettað, málað, slegið og unnið í lóðum svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Sigfúsar voru ungmennin í hópnum einstaklega dugleg, áhugasöm og sinntu öllum verkum af metnaði. „Það ríkti góður andi innan hópsins og samviskusemi einkenndi hann. Krakkarnir voru jákvæðir og vinnusamir og allt gekk eins og í sögu,“ segir Sigfús.

Árangurinn af störfum umhverfishópsins er mjög sýnilegur og er vitnisburður um þá auknu áherslu sem Síldarvinnslan leggur á umhverfismál. „Staða umhverfismála á athafnasvæði fyrirtækisins hefur aldrei verið betri, en auðvitað má alltaf finna ný verkefni sem þyrfti að sinna,“ segir Sigfús.

Undirflokkar