Veruleg fækkun slysa á starfsstöðvum Síldarvinnslunnar – Beitir NK slysalaus í þrjú ár

Mikið er lagt upp úr öryggi á sjó og landi hjá starfsfólki Síldarvinnslunnar. Ljósm. Þorgeir BaldurssonMikið er lagt upp úr öryggi á sjó og landi hjá starfsfólki Síldarvinnslunnar.
Ljósm. Þorgeir Baldursson
Hjá Síldarvinnslunni hefur að undanförnu verið lögð mjög aukin áhersla á öryggismál og er árangurinn greinilegur á  öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Í ársbyrjun 2016 var Guðjón B. Magnússon ráðinn í starf öryggisstjóra og samkvæmt nýrri starfsmannastefnu fyrirtækisins, sem tók að fullu gildi um nýliðin áramót, verða öryggisnefndir starfandi á hverri starfsstöð og öryggisráð mun síðan hafa yfirumsjón með öryggismálunum og framkvæmd þeirrar öryggisstefnu sem mótuð hefur verið. Öryggisstjóri mun starfa með öryggisráðinu og verða öryggisnefndunum til halds og trausts. Auðvitað bera yfirmenn hverrar starfsstöðvar mikla ábyrgð í þessum efnum en einnig verður lagt allt kapp á að kynna öryggisreglur fyrir starfsmönnum og þar er nýliðafræðsla einkar mikilvæg.
 
Með því að gefa öryggismálunum aukinn gaum hefur tekist að fækka slysum til mikilla muna og að sjálfsögðu er stefnt að því að árið 2017 verði slysalaust ár á starfsstöðvunum. Í landvinnslunni (fiskiðjuveri og fiskimjölsverksmiðjum) hefur þróun slysatíðni verið í mjög rétta átt. Árið 2012 voru 18 vinnuslys á þessum starfsstöðvum, þau voru 13 á árinu 2014 en einungis 5 á árinu 2016. Sama er að segja um þróunina hjá skipum fyrirtækisins. Á árinu 2012 voru 4 vinnuslys á skipunum, þau voru 7 á árinu 2014 en einungis 3 á síðasta ári. Athygli vekur að mörg slysanna hafa átt sér stað þegar verið er að binda skipin eða þegar þau liggja í höfn. Athygli vekur einnig að á uppsjávarskipinu Beiti NK hefur ekkert vinnuslys orðið þrjú síðastliðin ár.
 
Ánægjulegt ar að sjá á gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands að almennt virðist slysum um borð í skipum fara fækkandi á Íslandi.  Samkvæmt þessum gögnum frá árunum 1987 – 2015 voru fæst vinnuslys sjómanna tilkynnt á árinu 2014, 201 talsins, og næstfæst á árinu 2015 en þá voru þau 219.

Síldarvinnslan hf. á stórafmæli í ár

Hinn 11. desember á þessu ári verða liðin 60 ár frá stofnun Síldarvinnslunnar hf. en félagið var stofnað árið 1957. Í tilefni þessa tímamótaárs í sögu félagsins skal hér í stuttu máli rifjaður upp aðdragandinn að stofnun þess og upphaf starfseminnar.

Þannig auglýsti stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna hlutafjársöfnun vegna stofnunar hlutafélags til byggingar síldarverksmiðju í Neskaupstað. Auglýsingin birtist í vikublaðinu Austurlandi 29. nóvember 1957.Þannig auglýsti stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna hlutafjársöfnun vegna stofnunar hlutafélags til byggingar síldarverksmiðju í Neskaupstað. Auglýsingin birtist í vikublaðinu Austurlandi 29. nóvember 1957.


Á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar jukust síldveiðar töluvert úti fyrir Austfjörðum og spáðu fiskifræðingar því að slíkar veiðar myndu halda áfram að aukast. Norðfirðingar höfðu eðlilega áhuga á því að hagnýta silfur hafsins í auknum mæli en aðstaða til móttöku síldar í Neskaupstað var heldur bágborin. Eina fiskimjölsverksmiðjan á staðnum var verksmiðja í eigu Samvinnufélags útgerðarmanna og afkastaði hún einungis 220 málum (30 tonnum) síldar á sólarhring og hafði þróarrými fyrir 50-60 tonn. Á árunum 1952 og 1953 voru stofnaðar tvær síldarsöltunarstöðvar í Neskaupstað en stærð verksmiðjunnar háði mjög allri starfsemi þeirra. Söltunarstöðvarnar þurftu að koma úrgangi í verksmiðjuna og eins þurftu síldarbátarnir að geta losað sig við síld sem ekki reyndist söltunarhæf.

Lesa meira...

Frystigeymslurnar í Neskaupstað tóku á móti tæplega 74 þúsund tonnum árið 2016

Útskipun á frystum fiski. Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonÚtskipun á frystum fiski. Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonAlls tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti 73.669 tonnum af frystum afurðum á árinu 2016. Vinnsluskip lönduðu 33.148 tonnum í geymslurnar en frá fiskiðjuverinu komu 40.192 tonn af uppsjávarfiski og tæplega 330 tonn af bolfiski. Eftirtalin skip lönduðu afurðum í frystigeymslurnar á árinu:
 
Vilhelm Þorsteinsson EA         12.030 tonn
Hákon EA  7.886 tonn
Kristina EA   7.818 tonn
Polar Amaroq 3.313 tonn
Barði NK 2.101 tonn
  
Öll þessi skip lönduðu uppsjávartegundum að Barða undanskildum, en hann landaði botnfisktegunum.
 
Alls var á árinu skipað út 65.176 tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum. Þar af fóru 52.585 tonn beint um borð í skip í Norðfjarðarhöfn en 12.589 tonn voru flutt í gámum eða með bílum til útskipunar í öðrum höfnum. Flutningabílar munu á árinu hafa farið hátt í 600 ferðir yfir Oddsskarð með frystar afurðir úr frystigeymslunum. 
 

2016 var gott ár hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

Úr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonÚr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonFiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað framleiddi samtals 39.216 tonn af afurðum á árinu 2016 en heildarframleiðsla á árinu 2015 nam 30.860 tonnum. Í fiskiðjuverinu er öll áhersla lögð á vinnslu á uppsjávarfiski og er sífellt meira af uppsjávarafla unnið til manneldis. Þá hafa afköst fiskiðjuversins verið aukin. Í fiskiðjuverinu er einungis unnin bolfiskur (ufsi og karfi) þegar hlé er á vinnslu uppsjávartegunda.
 
Í töflunni hér á eftir sést skipting framleiðslunnar á milli tegunda á árunum 2016 og 2015:
  
   2016  2015
Makríll   16.484  11.264
Loðna  10.691 9.110
Loðnuhrogn   1.906 1.875
Síld 10.135 9.519
Bolfiskur 392 29

Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga minnkaði um 19,2% á milli ára

Beitir kolmunna 2016 HK

Beitir NK á loðnuveiðum. Ljósm: Hilmar Kárason

Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga minnkaði um 19,2% á milli áranna 2015 og 2016 en aflinn minnkaði um 27,6% í tonnum talið og ræður þar mestu minni afli uppsjávarskipa. Heildaraflaverðmætið nam 11.615 milljónum króna á árinu 2015 en 9.389 milljónum á árinu 2016. Dótturfélög Síldarvinnslunnar eru Gullberg ehf á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS, Bergur-Huginn ehf í Vestmannaeyjum sem gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE og Runólfur Hallfreðsson ehf á Akranesi sem gerir út uppsjávarskipið Bjarna Ólafsson AK.

                Í töflunni hér fyrir neðan má sjá afla og aflaverðmæti hvers skips á árunum 2015 og 2016. Til skýringar skal þess getið að unnið var að endurbótum á frystitogaranum Blængi NK á árinu 2016 og uppsjávarskipið Birtingur NK var selt úr landi á árinu.

Capture

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti rúmlega 131 þúsund tonnum árið 2016

Fiskimjölsverkmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Hákon ErnusonFiskimjölsverkmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Hákon ErnusonSegja verður að árið 2016 hafi verið heldur dapurt fyrir fiskimjölsiðnaðinn. Fiskimjölsverksmiðjurnar þrjár sem Síldarvinnslan á og rekur (Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Helguvík) tóku á móti einungis 131.460 tonnum af hráefni á árinu. Til samanburðar má geta þess að verksmiðjurnar tóku á móti 259.394 tonnum árið 2015, 161.168 tonnum árið 2014 og 206.074 tonnum árið 2013. Léleg loðnuvertíð er meginástæðan fyrir minna mótteknu hráefni árið 2016 en til dæmis árin 2015 og 2013. Sama gildir um árið 2014 en þá var einnig léleg loðnuvertíð. Hér verða birtar upplýsingar um móttekið hráefni hverrar verksmiðju á árinu 2016 og einnig upplýsingar um framleiðslu þeirra á mjöli og lýsi.
 
 
   Móttekið magn hráefnis  Framleitt mjöl  Framleitt lýsi
 Neskaupstaður  91.043 19.020  6.084
 Seyðisfjörður  28.501 6.227 618
 Helguvík 11.916  2..492 1.541 
 
Til samanburðar má geta þess að á árinu 2015 tók verksmiðjan í Neskaupstað á móti 145.911 tonnum af hráefni, verksmiðjan á Seyðisfirði 73.928 tonnum og verksmiðjan í Helguvík 43.656 tonnum.

Önnur úthlutun úr Afreksmannasjóði Guðmundar Bjarnasonar

Minningarsjoður GummaBjarna2016

Frá afhendingu styrkja úr Afreksmannasjóði Guðmundar Bjarnasonar í gær. Ljósm: Eysteinn Þór Kristinsson

                Í gær var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Afreksmannasjóði Guðmundar Bjarnasonar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 í minningu Guðmundar Bjarnasonar fyrrverandi bæjarstjóra í Neskaupstað og Fjarðabyggð og fyrrverandi formanns Þróttar en Guðmundur átti á sínum tíma einnig sæti í stjórn Síldarvinnslunnar og Samvinnufélags útgerðarmanna. Síldarvinnslan leggur sjóðnum til fjármuni og er úthlutað úr honum tvisvar á ári.

                Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga innan íþróttafélagsins Þróttar sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Stjórn Þróttar auk fulltrúa frá Síldarvinnslunni skipa sjóðsstjórnina.

                Að þessu sinni hlutu 14 íþróttamenn styrki úr sjóðnum og eru það allt blakiðkendur sem valdir hafa verið í landslið á árinu. Um er að ræða unglingalandslið (U 16, U 17, U 18 og U 19) og A landslið kvenna. Styrkþegarnir eru eftirtaldir: María Rún Karlsdóttir, Gígja Guðnadóttir, Særún Birta Eiríksdóttir, Atli Fannar Pétursson, Valdís Kapitóla Þorvarðardóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Anna Karen Marinósdóttir, María Bóel Guðmundsdóttir, Hlynur Karlsson, Kári Kresfelder, Andri Snær Sigurjónsson og Guðjón Berg Stefánsson.

                Umsóknir um styrk úr Afreksmannasjóðnum þurfa að berast fyrir 1. júní og 1. desember ár hvert á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Jólakveðja

Jólakveðja 2016 002

Jólatrésskemmtun 29. desember

jolaball

Frá jólaballi. Ljósm: Hákon Ernuson

Börnum verður boðið upp á jólatrésskemmtun í Egilsbúð fimmtudaginn 29. desember kl. 16. Það er Síldarvinnslan sem kostar skemmtunina í samvinnu við Hljóðkerfaleigu Austurlands. Öllum börnum og foreldrum í Fjarðabyggð er boðið að koma og víst er að jólasveinar munu birtast þegar gleðin stendur hæst. Eins og venjulega verður dansað í kringum jólatré og jölalögin munu hljóma. Það eru nemendur í 9. bekk Nesskóla ásamt foreldrum sem munu stjórna samkomunni.

                Fyrir mörg börn er jólatrésskemmtunin fastur liður í jólahaldinu og fullvíst er að þau munu skemmta sér vel í Egilsbúð hinn 29. desember. 

Gott framleiðsluár að baki hjá Gullbergi

DSC 2938 a

Í fiskvinnlustöð Gullbergs voru unnin um 3.600 tonn á árinu. Ljósm: Ómar Bogason

                Í fiskvinnslustöð Gullbergs á Seyðisfirði lauk vinnslu í gær. Nú eru jól og áramót framundan hjá starfsfólkinu í skugga sjómannaverkfalls. Að sögn Ómars Bogasonar hefur fiskvinnslustöðin tekið á móti um 3.600 tonnum til vinnslu á árinu og hefur framleiðslustarfsemin gengið vel, en erfiðar markaðsaðstæður og óhagstæð gengisþróun haft neikvæð áhrif á afkomuna. Mest af aflanum hefur komið frá Gullver NS en eins hefur afli borist frá Vestmannaey VE, Bergey VE og síðan Bjarti NK og Barða NK. Allt árið hefur hráefni verið nægt.

                Að sögn Ómars horfa menn björtum augum til nýs árs á Seyðisfirði og vona að yfirstandandi verkfall leysist hið fyrsta.

                Rétt er að geta þess að Gullberg ehf. verður sameinað Síldarvinnslunni um áramótin.

Öryggisstjórar sjávarútvegsfyrirtækja þinga í Neskaupstað

Öryggisstjórarnir þrír. Talið frá vinstri: Snæfríður Einarsdóttir frá HB-Granda, Guðjón B. Magnússon frá Síldarvinnslunni og Jóhann G. Sævarsson frá Samherja. Ljósm. Hákon ErnusonÖryggisstjórarnir þrír. Talið frá vinstri: Snæfríður Einarsdóttir frá HB-Granda, Guðjón B. Magnússon frá Síldarvinnslunni og Jóhann G. Sævarsson frá Samherja. Ljósm. Hákon ErnusonSl. föstudag hittust öryggisstjórar Síldarvinnslunnar, Samherja og HB-Granda í Neskaupstað og funduðu þar um samstarf fyrirtækjanna á sviði öryggismála.
 
Guðjón B. Magnússon, öryggisstjóri Síldarvinnslunnar, segir að fundurinn hafi verið góður og gagnlegur. „Við sem störfum sérstaklega að öryggismálum innan þessara fyrirtækja ákváðum að hittast og bera saman bækur okkar. Það er full þörf á því á þessu sviði að menn miðli af reynslu sinni og læri hver af öðrum. Hjá öllum þessum fyrirtækjum er aukin áhersla lögð á öryggismál og samstaða um að öryggi eigi að vera í fyrirrúmi. Á fundinum var rætt um að efna til reglubundins samstarfs um öryggismálin og voru menn opnir fyrir þátttöku fleiri sjávarútvegsfyrirtækja í slíku samstarfi ef áhugi væri fyrir hendi,“ sagði Guðjón.
 
Þau Snæfríður Einarsdóttir, öryggisstjóri HB-Granda og Jóhann G. Sævarsson, öryggisstjóri Samherja, tóku undir það að fundurinn í Neskaupstað hefði verið gagnlegur og töldu mikilvægt að sjávarútvegsfyrirtæki hefðu góða samvinnu um öryggismálin í framtíðinni, enda sífellt meiri skilningur á mikilvægi málaflokksins. 
 

Tveir fyrrverandi starfsmenn Síldarvinnslunnar bornir til grafar í dag

Björgvin Jónsson.  Mynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarða Björgvin Jónsson.  Mynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarðar
Herbert Benjamínson. Mynd: Skjala- og myndasafn NorðfjarðarHerbert Benjamínson.
Mynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarðar
 
 
Í dag eru tveir fyrrverandi starfsmenn Síldarvinnslunnar jarðsungnir. Þetta eru þeir Björgvin Jónsson og Herbert Benjamínsson. Útför Björgvins fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík en Herberts frá Norðfjarðarkirkju.
 
Björgvin hóf störf hjá Síldarvinnslunni árið 1965 þegar hann réðst sem vélstjóri á Barða NK, fyrsta skipið í eigu fyrirtækisins. Björgvin átti farsælan feril á skipum Síldarvinnslunnar og var lengst af vélstjóri á Berki NK. Árið 1981 lauk sjómannsferlinum og þá hóf Björgvin störf á skrifstofu fyrirtækisins. Þar starfaði hann í tvo áratugi.
 
Herbert hóf störf hjá Síldarvinnslunni skömmu eftir að fyrirtækið hóf útgerð, en þá réðst hann sem stýrimaður á Bjart NK. Síðar var hann stýrimaður á Birtingi NK og á skuttogaranum Bjarti. Á Bjarti var hann til ársins 1977 en þá var hann ráðinn skipstjóri á Barða. Herbert var skipstjóri á togurum í eigu Síldarvinnslunnar til ársins 1991 og ávallt hét skipið sem hann stýrði Barði, en Barði var endurnýjaður í tvígang á meðan Herbert var þar við stjórnvöl.
 
Síldarvinnslan vill senda eftirlifandi eiginkonum og öðrum aðstandendum þeirra Björgvins og Herberts innilegar samúðarkveðjur.

Gullberg ehf. verður sameinað Síldarvinnslunni

031

Gullver NS við bryggju framan við fiskvinnslustöðina á Seyðisfirði. Ljósm: Ómar Bogason

                Ákveðið hefur verið að Gullberg ehf. á Seyðisfirði verði sameinað Síldarvinnslunni um áramótin. Gullberg rekur fiskvinnslustöð á Seyðisfirði og gerir út togarann Gullver NS. Síldarvinnslan festi kaup á félaginu haustið 2014 en starfsemin á Seyðisfirði hefur engu að síður verið rekin í nafni þess síðan.

                Sameiningin er fyrst og fremst gerð til að einfalda starfsemina og gera hana auðveldari en réttindi starfsfólks Gullbergs breytast ekkert og ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á rekstrinum.

                Kynningarfundur um sameininguna var haldinn með starfsfólki Gullbergs sl. mánudag.

Aðventutónleikar fyrir aldraða og sjúklinga

Tríóið sem mun flytja ljúfa jólatónlist á tónleikunum.Tríóið sem mun flytja ljúfa jólatónlist á tónleikunum.Fyrirhugaðir eru aðventutónleikar fyrir aldraða og sjúklinga í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði og er Síldarvinnslan helsti styrktaraðili þeirra. Á tónleikunum mun Erla Dóra Vogler söngkona, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og Þórður Sigurðsson píanóleikari flytja létta og þægilega jólatónlist. Allir í þessu tríói eru atvinnumenn í tónlist og enginn ætti að vera svikinn af flutningi þeirra. Tilgangurinn með tónleikunum er fyrst og fremst að gleðja fólk og stuðla að hinni einu sönnu jólastemmningu.
 
Þríeykið mun heimsækja dvalarheimili aldraðra og sjúkrahús og verða tónleikarnir haldnir sem hér segir:
 
Laugardagur 17. desember
             Kl. 16 Eskifjörður – Hulduhlíð
             Kl. 18 Neskaupstaður – Breiðablik
 
Sunnudagur 18. desember
             Kl. 15 Seyðisfjörður
 
Þriðjudagur 20. desember
             Kl. 16 Fáskrúðsfjörður – Uppsalir

Kolmunninn er feitur og pattaralegur

Beitir NK siglir inn Norðfjarðarflóa með fullfermi af kolmunna. Ljósm. Smári GeirssonBeitir NK siglir inn Norðfjarðarflóa með fullfermi af kolmunna. Ljósm. Smári GeirssonKolmunninn sem berst að landi um þessar mundir er eintaklega vel haldinn og gott hráefni til vinnslu. Gunnar Sverrisson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar, segir að hann muni ekki eftir jafn fallegum og góðum kolmunna á þessum árstíma. „Ég hef ekki séð svona fallegan og feitan fisk á þessum árstíma áður. Hann er í stærri kantinum og lýsisnýtingin er á bilinu 7-8% sem er afar óvenjulegt. Í janúar í fyrra var til dæmis lýsisnýting 4,3% í verksmiðjunni á Seyðisfirði. Sannleikurinn er sá að elstu menn muna ekki eftir kolmunna sem er jafn gott hráefni og sá kolmunni sem nú berst til vinnslu,“ sagði Gunnar.

10.000 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar

20161206 200731

Gott kolmunnahol hjá Berki NK. Ljósm: Atli Rúnar Eysteinsson

                Frá því lok nóvember hafa um 10.000 tonn af kolmunna borist til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar þegar með er talinn afli Barkar og Beitis sem kemur að landi í dag. Bjarni Ólafsson AK hefur landað tvisvar í Neskaupstað alls rúmlega 3.000 tonnum og Vilhelm Þorsteinsson EA landaði þar sl. miðvikudag um 500 tonnum af frystum kolmunna. Vilhelm Þorsteinsson hélt síðan til Seyðisfjarðar og landaði þar tæplega 1.100 tonnum í fiskimjölsverksmiðjuna. Beitir NK er væntanlegur til Neskaupstaðar í dag með 3.000 tonn og Börkur NK er væntanlegur til Seyðisfjarðar með 2.300 tonn.

                Gunnar Sverrisson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, sagði að þar ríkti ávallt gleði þegar afli bærist til verksmiðjunnar. Vilhelm Þorsteinsson landaði þar fyrsta farminum í gær en síðasta löndun í verksmiðjuna þar á undan var 18. maí sl. og þá var einnig tekið á móti kolmunna.

                Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki, segir að komunnafiskiríið í færeysku lögsögunni megi nú líkja við mok. „Þessi túr gat ekki gengið betur og fiskurinn er afar feitur og fallegur. Við vorum tvo sólarhringa á veiðum og fengum þessi 2.300 tonn í fjórum holum norðaustur af Færeyjum. Það var dregið frá 7 og upp í 12 klukkutíma og aflinn í hverju holi var frá 460 tonnum og upp í 670 tonn. Þetta getur ekki verið betra,“ sagði Hálfdan.

                Nú hafa Síldarvinnsluskipin lokið við að veiða kvótann og framundan er því jólfrí hjá áhöfnum þeirra.

Togarafjöld á Austfjarðamiðum

Barði NK. Ljósm. Hákon ErnusonBarði NK. Ljósm. Hákon ErnusonÞessa dagana er mikill fjöldi fiskiskipa á Austfjarðamiðum. Þegar staðan var könnuð í gær voru þar ísfisktogararnir Ljósafell, Barði, Gullver, Drangavík, Brynjólfur, Suðurey og Múlaberg ásamt frystitogurunum Þerney, Höfrungi III, Kleifabergi, Sigurbjörgu og Hrafni Sveinbjarnarsyni. Auk þessara togara var tugur línubáta á miðunum. Ástæðan fyrir þessum mikla togarafjölda eystra er sú að allir eru þeir að keppast við að veiða annað en þorsk og meiri líkur eru taldar á að fá ufsa, karfa og grálúðu á Austfjarðamiðum en annars staðar.
 
Barði NK kom til Neskaupstaðar í gær og var afli skipsins 100 tonn, þar af 70 tonn þorskur. Jóhann Örn Jóhannsson skipstjóri sagði að mikið hefði verið haft fyrir að veiða annað en þorsk í túrnum. Byrjað var vestur á Öræfagrunni, síðan haldið á Stokksnesgrunn og þá reynt fyrir sér í Lónsdýpi, Berufjarðarál og Utanfótar. Loks var haldið norður í Seyðisfjarðardýpi og endað á Digranesflakinu. Allan tímann var reynt að veiða annað en þorsk en árangurinn var takmarkaður. Á miðunum norður frá var nóg af þorski að hafa og þar fékk Barði drjúgan hluta af sínum afla. Aðspurður sagði Jóhann að mönnum væri ekkert alltof vel við að hafa allan þennan togaraflota eystra, menn vildu helst hafa frið á sínum hefðbundnu miðum en því væri ekki alltaf að heilsa.
 
Barði heldur á ný til veiða í kvöld.

Síldarvinnsluskipin hafa lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld

Síldarvinnsluskipin hafa lokið veiðum á íslenskri sumargotssíldSkip Síldarvinnslunnar, Beitir NK og Börkur NK, hafa lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld að þessu sinni. Beitir kom með 700 tonn til Neskaupstaðar síðastliðinn föstudag og Börkur með 800 tonn aðfaranótt laugardags. Eins og áður fór allur afli skipanna til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
 
Heimasíðan hafði samband við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra á Berki og spurði hann hvernig vertíðin hefði verið. „Vertíðin var frekar slök miðað við undanfarin ár. Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“sagði Hjörvar. „Vissulega náðu menn að fiska sinn kvóta en það tók lengri tíma en áður. Í fyrra voru menn sjaldnast á miðunum lengur en í einn og hálfan sólarhring og höfðu þá fengið góðan afla en nú tók þetta miklu lengri tíma og var erfiðara,“ sagði Hjörvar að lokum.
 
Beitir hélt til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni í fyrrakvöld og Börkur sigldi í kjölfar hans í dag. Ágæt kolmunnaveiði hefur verið við Færeyjar að undanförnu.
 

Bergey VE rýfur 4000 tonna múrinn

Bergey 4000 2.12.2016 09-59-15

Áhöfn Bergeyjar fagnaði góðri veiði á árinu með tertuveislu í morgun. Á myndinni er Jón Valgeirsson skipstjóri að skera tertuna. Ljósm.: Guðmundur Alfreðsson.

                Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum sl. miðvikudag og þar með var afli skipsins á árinu kominn yfir 4000 tonn. Það er mesti afli sem skipið hefur borið að landi á einu ári og desemberaflinn á eftir að bætast þar við.  Næstmesti ársafli Bergeyjar var í fyrra en þá fiskaði skipið 3660 tonn. Í tilefni af því að 4000 tonna múrinn var rofinn sló heimasíðan á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra. „Það hefur gengið vel hjá okkur á árinu og því getum við þakkað frábærri áhöfn og frábæru fyrirtæki,“ sagði Jón. „ Aflinn á árinu er að uppistöðu til ýsa, ufsi, karfi og þorskur og í reynd erum við stærstan hluta ársins að eltast við ýsu. Veiðisvæðið okkar er fyrst og fremst við suðurströndina og síðan er farið austur fyrir land. Við höfum sáralítið farið vestur á þessu ári. Við löndum oftast í Eyjum en eins höfum við landað nokkuð á Seyðisfirði. Þegar vel fiskast reynir mikið á mannskapinn um borð og á Bergey er súpermannskapur. Við erum nokkrir í áhöfninni sem höfum verið á skipinu frá upphafi og aðrir hafa verið lengi. Þeir sem koma hér um borð klára yfirleitt sjómannsferilinn hérna  -  þeir fara ekkert annað. Á Bergey er ánægður mannskapur og andinn um borð er eins og best gerist,“ sagði Jón Valgeirsson að lokum.

Bergey VE rýfur 4000 tonna múrinn

Birgir Þór Sverrisson skipstjóri á Vestmannaey tilbúinn að skera tertuna þegar áhöfnin fagnaði góðum árangri á árinu. Ljósm.: Guðmundur Alfreðsson.

                Það er Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum sem gerir Bergey út en Bergur-Huginn er í eigu Síldarvinnslunnar. Auk Bergeyjar gerir Bergur-Huginn út Vestmannaey VE og hefur einnig fiskast afar vel á það skip á árinu. Afli Vestmannaeyjar nú um mánaðamótin var 3800 tonn en skipið var frá veiðum um tíma fyrr á árinu vegna viðhalds. Aflaverðmæti hvors skips það sem af er ári er yfir einn milljarður og verður það að teljast góður árangur. Þó ber að hafa í huga að vegna gengisþróunar og ástands á mörkuðum er aflaverðmæti skipanna minna en í fyrra þrátt fyrir meiri afla.

                Í morgun fagnaði áhöfn Bergeyjar góðu aflaári með tertuveislu og upp úr hádeginu var samsvarandi veisla um borð í Vestmannaey.

Gómsæt jólasíld – niðurstaða ljósmyndasamkeppni

Jólasíldin komin í föturnar. Ljósm. Hákon ErnusonJólasíldin komin í föturnar. Ljósm. Hákon ErnusonEnn og aftur er jólasíld Síldarvinnslunnar komin í fötur og tilbúin á veisluborð. Mörgum finnst hún ómissandi hluti jólahátíðarinnar en eins og áður eru þær aðferðir sem notaðar eru við framleiðslu síldarinnar vel varðveitt leyndarmál.
 
Efnt var til samkeppni um mynd á merkimiðann á síldarföturnar en þetta er annað árið sem slík samkeppni fer fram. Að þessu sinni sendu einungis þrír einstaklingar myndir til þátttöku í samkeppninni og fékk sérstök dómnefnd það hlutverk að meta þær. Þegar upp var staðið var dómnefndin sammála um að mynd sem Guðlaugur B. Birgisson tók uppfyllti allar þær kröfur sem gerðar voru. Myndin er af Beiti NK þar sem hann liggur jólaljósum prýddur í Norðfjarðarhöfn og hún sómir sér svo sannarlega vel á síldarfötunum. Tekið skal fram að Guðlaugur bar einnig sigur úr býtum í samkeppninni í fyrra.
 
Á það skal bent að þeir sem vilja taka þátt í áðurnefndri samkeppni í framtíðinni þurfa helst að taka myndir um jólahátíðina því ætlast er til að myndirnar tengist Síldarvinnslunni og umsvifum hennar með einhverjum hætti og séu auk þess jólalegar.

Undirflokkar