Nýr Börkur sjósettur

Vinna við sjósetningu nýs Barkar í Gdynia í Póllandi hófst í morgunVinna við sjósetningu nýs Barkar í Gdynia í Póllandi hófst í morgunÍ morgun hófst vinna við að sjósetja nýjan Börk en hann er í smíðum hjá danska fyrirtækinu Karstensens Skibsværft AS. Skrokkur skipsins er smíðaður í skipasmíðastöð Karstensens í Gdynia í Póllandi og þar fer sjósetningin fram. Í október nk. verður síðan skrokkurinn dreginn til Skagen í Danmörku og þar verður skipið fullklárað. Skipið verður sjósett án yfirbyggingar en hún verður sett á eftir sjósetninguna.

Sjósetningin fer þannig fram að hjólabúnaður er settur undir skipsskrokkinn og honum ekið út á stóran flotpramma sem er síðan dreginn frá bryggju og út á nægjanlegt dýpi. Sjó er síðan dælt í tanka prammans og honum sökkt nægilega mikið til að skipið fljóti. Það er síðan dregið að bryggju við skipsamíðastöðina þar sem haldið verður áfram að vinna í því.

Hinn nýi Börkur verður hið glæsilegasta skip í alla staði en það er byggt til nóta – og flotvörpuveiða. Lengd skipsins er 88 metrar, breiddin 16,6 metrar og dýptin 9,6 metrar. Stærð skipsins er 4.100 brúttótonn. Í skipinu verða tvær aðalvélar 3.600 kw hvor og ásrafall skipsins verður 3.500 kw. Þá verður í skipinu 820 kw hjálparvél. Alls verða 13 kælitankar í skipinu og til að kæla aflann verða tvö kerfi, hvort um sig 1.500 kw. Samtals verða tankarnir 3.420 rúmmetrar. Vistarverur verða fyrir 16 manns.

Gert er ráð fyrir að smíði skipsins verði að fullu lokið á komandi vori.

Beitir með 1800 tonn

Beitir NK kominn til hafnar með 1.800 tonn af makríl. Ljósm. William Geir ÞorsteinssonBeitir NK kominn til hafnar með 1.800 tonn af makríl.
Ljósm. William Geir Þorsteinsson
Beitir NK kom með 1.800 tonn af makríl til Neskaupstaðar í gær. Heimasíðan ræddi við Tómas Kárason skipstjóra og spurði fyrst í hve mörgum holum aflinn hefði fengist. „Við fengum þennan afla í sex holum. Minnsta holið gaf um 150 tonn en það stærsta tæp 500 tonn. Það var einfaldlega gífurlega góð veiði. Síðasta daginn tókum við þrjú hol og þau gáfu 480, 450 og 400 tonn. Öll þessi hol voru stutt, einungis dregið í tvo til tvo og hálfan tíma. Það kvartar enginn þegar veiðin er svona. Núna er hins vegar komin bræla á miðunum í Smugunni og útlit fyrir brælu alveg fram á fimmtudag. Það er víst komið haust með öllu sem því fylgir. Núna er maður bara farinn að hugsa um síld. Mér líst afar vel á síldarvertíð og það virðist vera nóg af henni. Færeyska skipið Finnur fríði fékk til dæmis 1.600 tonn af 460 gr síld við Kolbeinsey á dögunum. Þetta var semsagt sannkölluð stórsíld og svona fréttir fá mann til að hyggja að síldinni. Um makrílvertíðina verður að segja að hún hafi gengið afar vel þrátt fyrir að langt hafi verið að sækja makrílinn. Samstarf Síldarvinnsluskipanna um veiðarnar hefur skipt miklu máli og skilað ótvíræðum árangri. Ég held að allir séu afar ánægðir með samstarfið og það sé í reynd forsendan fyrir því hve vertíðin heppnaðist vel,“ segir Tómas.

 

Líður að lokum makrílvertíðar

Börkur NK að dæla afla yfir í Beiti NK í Smugunni. Síldarvinnsluskipin hafa haft samvinnu um veiðar á makrílvertíðinni. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBörkur NK að dæla afla yfir í Beiti NK í Smugunni. Síldarvinnsluskipin hafa haft samvinnu um veiðar á makrílvertíðinni. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonNú líður að lokum makrílvertíðar hjá Síldarvinnsluskipunum og Bjarni Ólafsson AK er reyndar þegar hættur veiðum. Bjarni Ólafsson lauk við að landa 850 tonnum í fiskiðjuverið í Neskaupstað í nótt og þá hófst löndun úr Berki NK sem kominn var með 1.450 tonn. Heimasíðan sló á þráðinn til Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra á Berki og spurði hvernig gengið hefði að fá í skipið. „Það gekk bara vel. Við fengum aflann í fimm holum og síðasta holið var 420 tonn. Þetta er fínasti fiskur, átuminni og sterkari en fyrr á vertíðinni. Í fyrstu holunum fengum við 460-480 gramma fisk en í síðasta holinu var fiskurinn um 400 grömm. Í þessum túr komum við einungis með eigin afla en Síldarvinnsluskipin hafa haft samvinnu á vertíðinni og dælt afla á milli eftir því sem hefur þótt henta. Nú er að koma haustbragur á veðráttuna í Smugunni, lægðirnar koma í röðum. Það er farið að hylla undir lok vertíðarinnar en við förum allavega einn túr enn. Það ætti að vera búið að landa úr skipinu annað kvöld og þá verður strax haldið á miðin. Þegar makrílvertíð lýkur verður farið að hyggja að síldarvertíð og hún lítur vel út. Það er fullt af síld hérna austur af landinu og hún gengur jafnvel inn á firði. Kannski dólar hún sér hérna og safnast svo saman og hefur vetursetu á Rauða torginu eins og í gamla daga. Hver veit?“, segir Hjörvar.
 
Samkvæmt fréttum var góð makrílveiði í Smugunni í gær, en Beitir NK er eina Síldarvinnsluskipið á miðunum núna.

Ráðið í stjórnendastöður

Snemma í sumar auglýsti Síldarvinnslan tvær stöður  lausar til umsóknar. Annars vegar var um að ræða stöðu rekstrarstjóra útgerðar og hins vegar stöðu rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar.  Fjölmargar umsóknir bárust um bæði störfin og hefur nú verið valið úr þeim. Vill fyrirtækið koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýndu störfunum áhuga og skiluðu inn umsóknum.

Grétar Örn SigfinnssonGrétar Örn SigfinnssonÍ stöðu rekstrarstjóra útgerðar var ráðinn Grétar Örn Sigfinnsson. Grétar er skipa- og véltæknifræðingur að mennt en hann hefur síðustu árin stýrt viðhaldsmálum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Hann hefur mikla reynslu af viðhaldsmálum í sjávarútvegi og hefur einnig starfað á þeim vettvangi hjá Alcoa Fjarðaáli, Mannviti, Bechtel og fleiri fyrirtækjum. Grétar mun taka við starfi rekstrarstjóra útgerðar af Karli Jóhanni Birgissyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir langt og afar farsælt starf hjá fyrirtækinu.

 

 

Ívar Dan ArnarssonÍvar Dan ArnarsonTil að stýra viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu hefur verið ráðinn Ívar Dan Arnarson. Ívar er vélstjóri og rafvirki að mennt og hefur hann starfað að viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu sl. þrjú ár. Áður gegndi Ívar starfi vélstjóra á Bjarti NK og Barða NK og starfaði sem vélvirki hjá Launafli á Reyðarfirði sem annast viðhaldsverkefni í álveri Alcoa Fjarðaáls.

 

 

Geir Sigurpáll HlöðverssonGeir Sigurpáll HlöðverssonÍ stöðu rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar var ráðinn Geir Sigurpáll Hlöðversson. Geir Sigurpáll er verkfræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af iðnaði, en hann starfaði hjá Alcoa-Fjarðaáli frá upphafi og fram á síðasta ár. Síðustu fimm árin hjá Alcoa Fjarðaáli gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra málmsteypu, en var áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála. Mun reynsla Geir Sigurpáls nýtast afar vel við rekstur fiskiðjuversins sem verður sífellt tæknivæddara og þar sem ávallt eru gerðar meiri kröfur um öryggi starfsfólks og gæði afurða. Staða rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar er ný af nálinni og mun sá sem henni gegnir sinna fjölþættum verkefnum sem tengjast áframhaldandi framþróun vinnslunnar.

 

 

Hafþór EiríkssonHafþór EiríkssonÞá hefur Hafþór Eiríksson verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja. Hafþór er vél- og orkutæknifræðingur að mennt og hefur gegnt starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað frá árinu 2016. Áður starfaði Hafþór sem viðhaldssérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hafþór tekur við starfinu af Gunnari Sverrissyni sem hefur sinnt  því frá árinu 2012 ásamt því að gegna starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Gunnar lét af störfum 1. júlí sl. eftir að hafa starfað við fiskimjölsiðnaðinn í 47 ár. Gunnar hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins árið 1973 og starfaði síðan hjá SR-mjöli. Hann hóf störf á Seyðisfirði árið 1982. Fáir eða engir hafa jafn mikla reynslu af störfum við fiskimjölsiðnaðinn og Gunnar og hefur Síldarvinnslan verið afar heppin að fá að njóta starfskrafta hans. Við starfi Gunnars sem verksmiðjustjóri á Seyðisfirði tekur Eggert Ólafur Einarsson. Eggert er meistari í járniðnum og gegndi áður starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík frá árinu 1998.
Eggert Ólafur EinarssonEggert Ólafur Einarsson

 

 

 

 

 

 

Fínustu kvótaáramót

Landað úr Vestmannaey VE á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonLandað úr Vestmannaey VE á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonÍsfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. mánudag, á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Komu skipin að landi eftir stutta veiðiferð og var afli Vestmannaeyjar 40 tonn og afli Bergeyjar 37 tonn.

Skipin héldu til veiða á ný á mánudagskvöld og lönduðu bæði í morgun eftir að hafa verið tvo daga að veiðum. Vestmannaey reyndi við karfa við Eyjar og landaði 33 tonnum en Bergey fiskaði þorsk og ufsa á Víkinni og landaði 50 tonnum. Skipin eru gerð út af Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar og segir Arnar Richardsson rekstrarstjóri að kvótaáramótin hafi verið hin fínustu og nýja kvótaárið leggist vel í sig þó það fari hægt af stað. „Það er alltaf hugur í mönnum þegar nýtt kvótaár gengur í garð og ég er viss um að það á eftir að verða farsælt,“ segir Arnar.

 

4900 tonnum af mjöli skipað út á fimm dögum

Tvö mjölskipanna í Norðfjarðarhöfn sl. laugardag. Ljósm. Jón Már JónssonTvö mjölskipanna í Norðfjarðarhöfn sl. laugardag.
Ljósm. Jón Már Jónsson

Frá föstudegi til þriðjudags var skipað út rúmum 4900 tonnum af fiskimjöli frá fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Alls lestuðu þrjú skip mjölið þessa daga. Fyrsta skipið, Hav Scandic, lestaði 750 tonn í Neskaupstað og 520 tonn á Seyðisfirði. Annað skipið, Saxum, lestaði 2450  tonn í Neskaupstað og hið þriðja, Havfragt, lestaði rúm 1200 tonn á Seyðisfirði.

Að sögn Hafþórs Eiríkssonar, verksmiðjustjóra í Neskaupstað, er það ekki algengt að svona miklu magni af mjöli sé skipað út á jafn skömmum tíma, en verðmæti mjölsins sem þessi þrjú skip sóttu er um 1,3 milljarður króna.

Sneisafullar lestar. Ljósm. Ómar SverrissonSneisafullar lestar. Ljósm. Ómar Sverrisson