Loðnukvótinn aukinn á ný

Börkur NK á landleið á síðustu loðnuvertíð


Í gær ákvað atvinnuvegaráðherra að auka loðnukvótann um 120 þúsund tonn til viðbótar við áður útgefnar aflaheimildir. Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar í kjölfar niðurstaðna loðnuleitar rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar á tímabilinu 21. janúar til 7. febrúar. Með þessari viðbót er leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 570 þúsund tonn að meðtöldum þeim afla sem erlendum skipum er heimilt að veiða. Það bendir því allt til þess að um verði að ræða hörkuvertíð ekki síst í ljósi þess að afurðaverð hefur sjaldan eða aldrei verið hærra.


 


Fyrir Síldarvinnsluna skiptir þessi aukning að sjálfsögðu miklu máli en hún felur í sér að kvóti fyrirtækisins mun aukast um tæplega 20 þúsund tonn. Gera má ráð fyrir að heildarkvóti Síldarvinnslunnar á vertíðinni verði rúmlega 70 þúsund tonn og er ljóst að allir þurfa að halda vel á spilunum til þess að hann náist og hann verði nýttur sem best.

Fréttir af loðnumiðunum


Beitir NK landaði um 1.500 tonnum í gær í bræðslu og frystingu, þeir eru komnir á miðin aftur.

Börkur NK landaði tæpum 1.800 tonnum í bræðsluna á Seyðifirði í nótt, þeir eru lagðir af stað á miðin aftur.

Birtingur NK landaði um 1.200 tonnum í Neskaupstað í gær, þeir eru komnir á miðin.

Erika landaði rúmum 1.000 tonnum í Neskaupstað í nótt og er farin á miðin aftur.Bjartur NK er að landa um 68 tonnum og er uppistaða aflans þorskur, Bjartur NK heldur aftur til veiða á föstudaginn. 

Fréttir af loðnumiðunum


Beitir NK landaði um 1.500 tonnum í gær í bræðslu og frystingu, þeir eru komnir á miðin aftur.

Börkur NK landaði tæpum 1.800 tonnum í bræðsluna á Seyðifirði í nótt, þeir eru lagðir af stað á miðin aftur.

Birtingur NK landaði um 1.200 tonnum í Neskaupstað í gær, þeir eru komnir á miðin.

Erika landaði rúmum 1.000 tonnum í Neskaupstað í nótt og er farin á miðin aftur.Bjartur NK er að landa um 68 tonnum og er uppistaða aflans þorskur, Bjartur NK heldur aftur til veiða á föstudaginn. 

Loðnufrysting gengur vel


Loðnufrysting í fiskiðjuveri SVN    Ljósm. Guðjón Helgi ÞorsteinssonLoðnufrysting hefur gengið vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar það sem af er vertíðinni.  Markaðir fyrir frysta loðnu eru sterkir um þessar mundir og verð há.  Um s.l. mánaðamót hófst frysting á svonefndu „Japansmixi“ og áfram er haldið að frysta á Austur-Evrópu.  Í höfninni er skip sem lestar 4.000 tonn af frystri loðnu enda er brýnt að losa frystigeymslurnar sem fyllast jafnóðum.Frystiskipið Cool Aster lestar nú 4.000 tonn af loðnu til Úkraínu.   Ljósm. Þórhildur Eir

Tímamótum fagnað

Birtingur NK (áður Börkur NK) kom að landi með 1.200 tonn af loðnu þegar rétt 40 ár voru liðin frá því að Síldarvinnslan eignaðist skipið.   Ljósm. Þórhildur EirEins og lesendum síðunnar er fullkunnugt um voru í gær, 10. febrúar, liðin rétt 40 ár síðan „Stóri Börkur“ kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað.  Árið 2012 festi fyrirtækið kaup á nýjum Berki NK og fékk „Stóri Börkur“ þá nafnið Birtingur NK.  Birtingur NK var gerður út til loðnuveiða á vertíðinni 2012 og hóf á ný veiðar í síðustu viku.

40 ár frá komu "Stóra Barkar" - hefur fiskað tæplega 1,5 milljón tonn

Börkur NK kominn til heimahafnar í Neskaupstað 10. febrúar 1973.   Ljósm. Guðmundur Sveinsson


Börkur NK kominn til heimahafnar í Neskaupstað 10. febrúar 1973. 


Ljósm. Guðmundur SveinssonBörkur NK var byggður í Þrándheimi í Noregi árið 1968.  Upphaflegt nafns skipsins var Devonshire Bay
og var það í eigu norsks fyrirtækis þó heimahöfnin væri Hamilton á
Bermudaeyjum.Hinn 10. febrúar 1973 kom Börkur NK í fyrsta sinn til heimahafnar í
Neskaupstað.  Kaup Síldarvinnslunnar á
skipinu þóttu marka tímamót enda um að ræða stærsta nótaskip sem Íslendingar höfðu
eignast.  Stærð skipsins vakti verulegt
umtal og því var það gjarnan nefnt „Stóri Börkur“ manna á meðal.Norska fyrirtækið gerði skipið út til nótaveiða við strendur Afríku og
var fiskimjölsverksmiðja um borð í því. 
Útgerðin gekk vægast sagt illa og endirinn varð sá að skipinu var lagt
og hafði það legið um tíma þegar Síldarvinnslan festi kaup á því.Börkur NK var fyrst og fremst keyptur til Neskaupstaðar með það í huga
að gera hann út til veiða á loðnu og kolmunna. 
Þótti það kostur að hafa stórt og burðarmikið skip við þessar veiðar
enda stundum þörf á því að sigla langan veg með aflann.


Börkur NK með stórt síldarkast.   Ljósm. Hjörvar Moritz
Börkur NK með stórt síldarkast. Ljósm. Hjörvar MoritzBörkur NK var rúmlega 711 tonn að stærð og fyrst eftir að
Síldarvinnslan eignaðist skipið gat það flutt 800 tonn að landi í hverri
veiðiferð.  Það þótti mikill afli.  Fljótlega var lestarrýmið aukið þannig að
skipið gat borið 1.150 tonn og loks hófst nýting á tönkum fremst í skipinu og
þá gátu farmarnir orðið 1.320 tonn.Framan af gekk erfiðlega að finna hinu stóra skipi nægjanleg
verkefni.  Loðnuvertíðir voru oftast
stuttar og kolmunnaveiðarnar gengu ekki nægilega vel.  Ýmsar leiðir voru farnar til að nýta
skipið:  Það var við síld- og
makrílveiðar í Norðursjó, loðnuveiðar í Barentshafi og veiðar á hrossamakríl
við Afríku.  Þá var það einnig nýtt árum
saman yfir sumartímann til að sigla með ísaðan fisk til Grimsby þar sem fiskurinn
var seldur á markaði.