Bjartur NK og Barði NK landa

Bjartur NK landaði í gær 104 tonnum og var uppistaðan í aflanum ufsi, þeir héldu aftur til veiða í gærkvöldi. Barði NK landaði á sunnudaginn 60 tonnum og var uppistaðan í aflanum þorskur, þeir héldu aftur til veiða á sunnudagskvöld. Börkur NK er í Neskaupstað. Beitir NK og Guðmundur Ólafur ÓF héldu til loðnuleitar í nótt.

Skipin halda til veiða

Bjartur NK og Barði NK héldu til veiða í gærkvöldi. Börkur NK heldur til síldveiða á miðnætti en Beitir NK og Guðmundur Ólafur ÓF halda til loðnuveiða í næstu viku.