Ágæt loðnuveiði í gær

Loðnuveiðin hefur gengið ágætlega undanfarna daga og hafa skipin okkar verið að landa bæði á Seyðisfirði og Norðfirði.

Börkur NK og Vilhelm EA fylltu í gær og fóru með aflann á Norðfjörð og Seyðisfjörð til frystingar og bræðslu, Börkur NK hélt aftur til veiða í nótt en verið er að klára að landa úr Vilhelm EA.  Bjarni Ólafsson AK fékk 800 tonn í gær og kom með það á Norðfjörð til frystingar.
Hákon EA hélt til veiða seinni partinn í gær.

Bjartur NK landar í Neskaupstað í dag um 60 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.
Barði NK kemur til Neskaupstaðar á fimmtudag.

Búið að landa fyrstu loðnu ársins

Börkur NK landaði í gær 1.650 tonnum af loðnu þar af landaði hann 130 tonnum í Fiskiðjuverið. Börkur hélt aftur til veiða í gærkvöldi.

Beitir NK landaði um 700 tonnum af loðnu í gær og þar af fóru 392 tonn í Fiskiðjuverið.  Beitir NK hélt aftur til veiða í gærkvöldi.

Bjarni Ólafsson AK kom í morgun með um 700 tonn af loðnu. 

Makrílveiði gengur vel

Beitir NK hélt til veiða í morgun en hann landaði um xxx tonnum í gær.  Bjarni Ólafsson AK kom í morgun með um XXX tonn af makríl.  Börkur NK er að veiðum.

Bjartur NK landar í dag rúmlega 100 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi, hann heldur aftur til veiða um hádegi á morgun.
Barði NK landaði um

Makrílveiði gengur vel

Beitir NK hélt til veiða í morgun en hann landaði um 550 tonnum í gær.  Bjarni Ólafsson AK kom í morgun með um 270 tonn af makríl.  Börkur NK er að veiðum.

Bjartur NK landar í dag rúmlega 100 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi, hann heldur aftur til veiða um hádegi á morgun.
Barði NK landar um  225 tonnum af afurðum í dag.  Barði NK heldur aftur til veiða á sunnudaginn.