NÍ síld til Norðfjarðar

Bjarni Ólafsson AK er væntanlegur með fyrstu NÍ síldina á þessari vertíð í dag og ráðgert er að vinna aflann í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. ef síldin reynist hæf til vinnslu.  Skipið fékk aflann í flotvörpu djúpt norð-austur af Langanesi.  Birtingur NK hefur reynt við síldina með nót en án árangurs og kemur til Norðfjarðar í dag og tekur um borð flotvörpu.
Börkur NK er að kolmunnaveiðum.

Bjartur NK landaði um 40 tonnum á miðvikudag og hélt aftur til veiða sama dag.  Bjartur NK er væntanlegur aftur til löndunar á þriðjudaginn 26. maí.
Barði NK hélt til veiða laugardaginn 16. maí og er væntanlegur til löndunar 5. - 6. júní n.k.

Ágæt kolmunnaveiði

Ágæt kolmunnaveiði hefur verið síðustu daga á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi eða um 550 til 600 sjómílur suður af Norðfirði.
Börkur NK, Margrét EA, Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA lönduðu afla sínum hjá Síldarvinnslunni hf. um síðustu helgi og eru Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK væntanlegir aftur til löndunar á laugardag.
Birtingur NK hefur nú hætt tilraunaveiðum á gulldeplu og liggur nú á Norðfirði þar sem unnið er að ýmsum viðhaldsverkum.

Bjartur NK lauk þátttöku sinni í árlegu vorralli Hafró í gær og heldur til veiða á laugardag.
Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar á mánudaginn.

Smá skot í kolmunna

Þokkaleg veiði hefur verið hjá kolmunnaskipunum á miðunum vestur af Írlandi þegar veður gefur.
Börkur NK, Margrét EA, Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA eru allir á landleið og landa afla sínum á Norðfirði og Seyðisfirði.
Birtingur NK er að gulldepluveiðum suður af Vestmannaeyjum, en hann landaði um 600 tonnum af henni í Helguvík á mánudaginn.

Barði NK er að veiðum og Bjartur NK tekur þátt í árlegur vorralli Hafró og skipið nú rúmlega hálfnað með sínar togstöðvar.

Loðnuleit

Börkur NK leitar nú að loðnu fyrir s-austur og suðurlandi en hefur lítið séð.
Margrét EA landar um 700 tonnum af loðnu sem fer til frystingar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Birtingur NK landaði um 500 tonnum af gulldeplu í Helguvík í fyrradag og hélt aftur til veiða í gær.

Barði NK landaði á Norðfirði í gær frystum afurðum að verðmæti um 45 milljónir.
Bjartur NK landar á Norðfirði í dag um 65 tonnum af fiski og er uppistaða aflans þorskur.  Bjartur NK heldur aftur til veiða á morgun.