Síldin rennur austur

Ágæt síldveiði hefur verið á miðunum í Breiðafirði og hafa skipin stoppað stutt á miðunum í hverri veiðiferð.  Nánast samfelld vinnsla hefur verið í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. og fer nær allur aflinn til frystingar. 
Í dag landar Háberg um 700 tonnum, Bjarni Ólafsson AK bíður löndunar með um 650 tonn og Börkur NK er væntanlegur á morgun með um 800 tonn.

Bjartur Nk er væntanlegur á mánudaginn.

Nudd í síldinni

Börkur NK landaði í gær um 100 tonnum af NÍ síld á Seyðisfirði og síðar sama dag um 200 tonnum til vinnslu hjá Fiskiðjuveri SVN.  Birtingur NK landaði einnig í gær um 800 hundruð tonnum af NÍ síld á Norðfirði og þar af fóru um 150 tonn til vinnslu hjá Fiskiðjuveri SVN.
Bæði Börkur NK og Birtingur NK héldu aftur til veiða í nótt.

Bjartur NK landaði á Norðfirði s.l. þriðjudag um 90 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK hélt aftur til veiða í gær.
Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar um 5. júlí.

Öll skip að veiðum

Bjartur NK hélt til veiða s.l. fimmtudagskvöld og er væntanlegur í land á morgun og er uppistaða aflans þorskur og ufsi.
Barði NK er að veiðum.

Börkur NK og Birtingur NK eru að partrolla makríl og síld fyrir austan land.
Margrét EA kom á laugardaginn með makríl og síld til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Ágæt síldveiði

Ágæt síldveiði er á síldarmiðunum úti fyrir Austurlandi og í dag landar Birtingur NK um 500 tonnum og Margrét EA er væntanleg með um 550 tonn.  Aflinn er unninn til manneldis hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.
Börkur NK landaði í morgun um 1.000 tonnum af kolmunna sem skipið fékk á miðunum við Færeyjar og hefur Börkur NK nú lokið við að veiða kolmunnafla sinn.

Bjartur NK kom í morgun til Norðfjarðar með um 100 tonn af blönduðum afla og heldur Bjartur NK aftur til veiða kl. 22:00 annað kvöld.
Barði NK er að veiðum.