Börkur NK landar síld

Börkur NK landar í dag um 1.000 tonnum af síld sem veiddist á síldarmiðunum í Breiðafirði og verður aflinn frystur hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.

Barði NK er að veiðum.
Bjartur NK landar á Norðfirði í fyrramálið.

1.000 tonn af síld

Börkur NK landar um 1.000 tonnum af síld á Norðfirði í dag en hún fékkst í einu kasti á síldarmiðunum í Breiðafirði.  Síldin verður unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.

Bjartur NK landar í dag

Bjartur NK landar á Norðfirði í dag um 100 tonnum og er um helmingur aflans ufsi.  Bjartur NK heldur aftur til veiða annað kvöld kl. 20:00.

Til veiða á nýju ári

Skip Síldarvinnslunnar hf. Barði NK og Bjartur NK fóru til veiða 2. janúar og kom Bjartur NK inn til löndunar í dag og heldur til veiða strax að lokinni löndun.  Barði NK er nú í sinni fyrstu veiðferð með splunkunýtt vinnsluþilfar og gengur vinnslan ágætlega.  Barði NK er væntanlegur til löndunar um 20. janúar.

Börkur NK fer væntanlega til síldveiða á föstudag en unnið hefur verið við upptekt aðalvélar skipsins ásamt ýmsum viðhaldsverkum.