Þokkaleg veiði

Loðnuveiðin var þokkaleg í gær og ágæt spá fyrir næstu daga.

Birtingur NK og Börkur NK eru á leið í Helguvík með fullfermi,  Beitir NK er á leið til Norðfjarðar og verður bæði unnið úr honum í bræðslu og frystingu.

Vilhelm EA er að landa fullfermi á Seyðisfirði.  Hákon EA  og Erika eru að veiðum.

Bjartur NK hélt til veiða í gær en hann landaði á þriðjudaginn um 60 tonnum og var uppistaða aflans þorskur.  Barði NK er að veiðum.

Mok loðnuveiði

Mokveiði var hjá okkar skipum í gær og fylltu allir, síðan kaldaði eithvað upp með kvöldinu.  Búin að vera bræla í nótt og það er stormur á míðunum núna.

Erika landaði á Seyðis í gær og er að koma á miðin. Bjarni Ólafsson AK kom til Helguvíkur í morgun með fullfermi og er að landa.  Vilhelm EA fyllti og er að landa á Seyðisfirði

Börkur NK kom í Helguvík um hádegi.  Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með fullfermi og er hluti aflans frystur  Beitir NK fyllti í gær og er að landa í bræðsluna í Neskaupstað og landar í frystingu á eftir Birtingi.

Hákon og Fagraberg eru að koma miðin.

Lesa meira...

Loðnufréttir

Hákon EA er að landa í Neskaupstað um 1.000 tonnum og þar af 400 tonnum í frystingu.  Erika fyllti í gærkvöldi og er að landa á Seyðisfirði.  Kristina landaði í Neskaupstað í gær um 600 tonnum í bræðslu en einnig landaði hún frosnum afurðum og mjöli.
Börkur NK landaði á Seyðisfirði í gær og hélt strax aftur til veiða.  Beitir NK landaði fullfermi um helgina bæði á Seyðisfirði og Neskaupstað.

Barði NK heldur til veiða í kvöld.
Bjartur NK kom í morgun með rúmlega 99 tonn og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.

Loðnufréttir helgarinnar

Bræla var á loðnumiðunum í gær en er gengin niður og eru skipin núna að veiðum.

Beitir NK landaði 1.950 tonnum á Seyðisfirði í gær og er farinn aftur til veiða.  Börkur NK og Vilhelm EA eru að veiðum.  Hákon EA er að landa frostnum afurðum í Neskaupstað í dag.

Barði NK er í Neskaupstað að bíða eftir löndun og Bjartur NK er að veiðum.