Börkur NK til kolmunnaveiða

Börkur NK leitar nú kolmunna syðst í færeysku lögsögunni ásamt skipum frá Íslandi, Færeyjum og Rússlandi.
Bjartur NK landaði á Norðfirði á þriðjudag um 90 tonnum og var uppistaða aflans ufsi og þorskur.  Bjartur NK hélt aftur til veiða í gærkvöldi.
Barði NK er að veiðum og landar væntanlega á Norðfirði í næstu viku.

Tregt í kolmunannum

Börkur NK kom til Norðfjarðar í gær með um 1.400 tonn af kolmunna.  Börkur var við veiðar á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi en þar hefur veiðin dregist verulega saman síðustu daga.
Bjarni Ólafsson AK landar einnig í dag um 200 tonnum af kolmunna sem skipið fékk á sömu slóðum og Börkur.

Barði NK landaði fyrir helgina frystum afurðum að verðmæti um 81 milljón og var uppistaða aflans karfi.  Barði NK heldur aftur til veiða í dag.
Bjartur NK landaði á Norðfirði í gær um 70 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK heldur aftur til veiða í dag.

Börkur NK landar í dag

Börkur NK landar í dag á Norðfirði um 1.300 tonnum af loðnu sem skipið fékk á loðnumiðunum vestan við Vestmannaeyjar.  Loðnan sem er stór og falleg fer væntanlega öll til vinnslu í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.

Bjartur NK hélt til veiða kl. 22:00 í gærkvöldi.
Barði NK er að veiðum.

Loðnan rennur austur

Segja má að loðnan renni austur þessa dagana og hafa skip landað loðnu nær daglega hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf., þá lönduðu norsk veiðiskip afla sínum bæði á Seyðisfirði og Norðfirði í síðustu viku.
Börkur NK landaði um 1.300 tonnum á fimmtudag og föstudag, Súlan EA og Bjarni Ólafsson AK lönduðu á laugardag og sunnudag samtals um 1.200 tonnum og í gær og í dag landar grænlenska skipið Erika GR um 700 tonnum.  Nær allur þessi afli fer til vinnslu hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Börkur NK er að veiðum

Bjartur NK landar í dag um 66 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.
Barði NK er að veiðum.