Beitir NK á síld

Beitir NK er nú í sinni fyrstu veiðiferð með hringnót en vinnu við breytingar á skipinu lauk á Akureyrir s.l. laugardag.
Börkur NK landar í dag um 1.100 tonnum af síld sem fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Barði NK landaði á föstudag, frystum afurðum að verðmæti um 80 milljónir.  Uppistaða aflans var karfi og þorskur.  Barði NK heldur aftur til veiða í dag.
Bjartur NK er væntanlegur til löndunar á miðvikudaginn 1. desember.

Börkur NK landar síld

Bjartur NK landar á Norðfirði á morgun, miðvikudag, 24. nóv. og Barði NK landar á fimmtudaginn, 25. nóv.

Börkur NK landar á Norðfirði í dag um 1.100 tonnum af síld.
Beitir NK heldur væntanlega til síldveiða um næstu helgi en skipið hefur verið á Akureyri þar sem var verið að koma fyrir búnaði til nótaveiða. 

Börkur NK að veiðum í Breiðafirði

Börkur NK er að síldveiðum í Breiðafirði.
Beitir NK er á Akureyri þar sem unnið er við að koma fyrir búnaði til nótaveiða.

Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar seinnihluta næstu viku.  Bjartur er að veiðum og landar væntanlega á Norðfirði á morgun.

Kolmunnafréttir

Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK lönduðu báðir fullfermi af kolmunna á Norðfirði á þriðjudaginn sem skipin fengu á miðunum suður af Færeyjum.  Bæði skipin héldu aftur til veiða að lokinni löndun.

Barði NK landaði frystum afurðum á mánudag að verðmæti um 65 mkr. eftir um 15 daga að veiðum.  Stærstur hluti aflans var karfi.  Barði NK hélt aftur til veiða á þriðjudag.
Bjartur NK landaði á Norðfirði á þriðjudag um 90 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK hélt aftur til veiða að lokinni löndun á þriðjudaginn.