Mok loðnuveiði

Mjög góð loðnuveiði er núna fyrir sunnan og eru skipin að fiska vel.  Erika GR landaði á Seyðisfirði 1.000 tonnum í morgun og heldur strax aftur til veiða.  Börkur NK landar fullfermi á Seyðisfirði í dag og heldur strax aftur tilveiða.  Vilhelm EA er að landa um 1.800 tonnum í Helguvík í dag.  Beitir NK er að veiðum.

Bjartur NK og Barði NK eru báðir að veiðum.

Bjartur NK landar á Norðfirði í dag

Bjartur NK landar í dag um 60 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.  Bjartur NK heldur aftur til veiða annað kvöld.
Barði NK er að veiðum.

Góð loðnuveiði hefur verið hjá loðnuskipunum undan Sandgerði síðustu daga.  Börkur NK landaði um 400 tonnum í Helguvík í fyrradag og er væntanlegur til Norðfjarðar í kvöld með um 900 tonn sem fara í vinnslu.  Beitir NK landaði um 1.200 tonnum í Helguvík í fyrradag og er nú að veiðum.  Erika GR landar á Norðfirði í dag um 600 tonnum í vinnslu.

Dúndurgóð loðnuveiði

Skip Síldarvinnslunnar hf. fylltu sig í nótt og eru á landleið til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar.  Einnig eru á leiðinni Erika með fullfermi til Seyðisfjarðar og Bjarni Ólafsson AK til Norðfjarðar.  Skipin halda aftur til veiða að lokinni löndun.

Bjartur NK hélt til veiða kl. 08:00 í morgun og Barði NK er að veiðum.

Bræla á loðnumiðum

Bræla er nú á loðnumiðunum og bíða skipin átekta og reikna með að geta hafið veiðar síðar í dag.

Börkur NK landaði á mánudaginn um 1.600 tonnum af loðnu og var hluta aflans frystur.
Beitir NK landaði einnig á mánudaginn um 1.700 tonnum og var líka fryst úr honum hluta aflans.
Erica landaði á Seyðisfirði í gær um 900 tonnum sem fóru til bræðslu.
Bjarni Ólafsson AK landaði á Norðfirði í dag um 800 tonnum sem fóru til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.
Beitir NK, Börkur NK og Erica eru nú á loðnumiðunum vestan við Ingólfshöfða.

Bjartur NK er að landa um 70 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi. Bjartur NK heldur aftur til veiða um hádegi á morgun.
Barði NK er að veiðum.