Skipin halda til veiða eftir sjómannadag

Börkur NK og Beitir NK héldur til síld- og makrílveiða í gær en þeir eru báðir búnir að vera í u.þ.bþ tveggja mánaða stoppi.

Barði NK heldur til veiða í dag og Bjartur NK heldur til veiða á morgun.

Loðnuveiðar ganga vel

Erika, Vilhelm og Ásgrímur í HelguvíkBörkur NK og Beitir NK lönduðu fullfermi á Norðfirði um helgina, Beitir NK er farinn aftur til veiða og Börkur NK heldur til veiða í dag.
Erika landaði fullfermi í Helguvík í gær og heldur aftur til veiða síðar í dag.

Barði NK hélt til veiða í gær.
Bjartur NK er í árlegu vorralli Hafrannsóknarstofnunar og er ráðgert að verkefninu ljúki á hálfum mánuði.

Barði NK og Bjartur NK landa í dag

Börkur NK að sigla inn til HelguvíkurBjartur NK kom inn í morgun með um 64 tonn og var uppistaða aflans þorskur.  Bjartur NK heldur aftur til veiða á morgun.
Barði NK kom inn í morgun með um 120 tonn og uppistaða aflans er grálúða og gulllax.  Barði NK heldur aftur til veiða á sunnudaginn kl. 13:00

Beitir NK er að landa um 1.000 tonnum í Helguvík og heldur strax aftur til veiða.  Börkur NK er væntanlegur nú fyrir hádegið til Helguvíkur með um 1.400 tonn af loðnu.

Bjartur NK landar í dag

Bjartur NK er að landa í dag um 65 tonnum og er uppistaðan í aflanum þorskur, Bjartur NK heldur aftur til veiða á fimmtudagsmorgun.  Barði NK landar væntanlega á Norðfirði miðvikudaginn 2. mars.

Beitir NK er væntanlegur til Norðfjarðar í fyrramálið með fullfermi af loðnu sem fer í hrognavinnslu.

Önnur loðnuskip eru annað hvort að veiðum eða á leið á miðin.