Börkur NK landar loðnu í dag

Börkur NK landar í dag um 1.300 tonnum af loðnu sem fer til vinnslu hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.
Súlan EA hélt til loðnuveiða í morgun.

Bjartur NK landaði á þriðjudaginn um 75 tonnum af blönduðum afla og heldur aftur til veiða í kvöld kl. 22:00.
Barði NK er að veiðum.

Börkur NK á síld

Börkur NK hélt til síldveiða í gær en skipið landaði um 400 tonnum um helgina sem voru unnin hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Bjartur NK landaði í gær um 55 tonnum af blönduðum afla og hélt aftur til veiða í gærkvöldi.
Barði NK er að veiðum.

Barði NK landar í dag

Barði NK landar í dag afla að verðmæti 68 milljónum, þetta er fyrsta veiðiverð Barða NK á árinu og reyndist nýr búnaður á vinnsludekki vel.  Barði heldur aftur til veiða kl. 13:00 á sunnudag.
Bjartur NK heldur til veiða kl. 08:00 í fyrramálið.

Börkur NK hélt til síldveiða í gær í Breiðafjörðinn.

Bjartur NK landar í dag

Bjartur NK landar um 80 tonnum af blönduðum afla á Norðfirði í dag og heldur aftur til veiða á morgun.