Beitir NK landar loðnu í dag

Beitir NK er að landa um 1.700 tonnum af loðnu og fer hún öll til bræðslu, Beitir NK heldur aftur til veiða að löndun lokinni.
Börkur NK er að loðnuveiðum.

Bjartur NK hélt til veiða í gærkvöldi og landar væntanlega á miðvikudaginn 19. jan.
Barði NK er að veiðum.

Góða skíðahelgi

Fyrsta loðnan komin á land

Börkur NK kom í nótt með um 1.650 tonn af loðnu og á að reyna að frysta eitthvað af henni.
Beitir NK er að loðnuveiðum.
Vilhelm EA landaði í gær um 1.650 tonnum af loðnu í bræðslu.

Bjartur NK kom í morgun með um 55 tonn og er uppistaða aflans er þorskur og ufsi, Bjartur NK heldur aftur til veiða annað kvöld.
Barði NK er að veiðum.

Börkur NK á landleið

Börkur NK kemur væntanlega til Norðfjarðar í kvöld með um 1.200 tonn af loðnu sem fer til fyrstingar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Beitir NK er að síldveiðum í Breiðafirði en hann er í sinni síðustu veiðiferð fyrir jól.

Barði NK er að veiðum og landar væntanlega á Norðfirði þriðjudaginn 21. desember.
Bjartur NK er á Norðfirði þar sem unnið er við aðalvél skipsins.

Öll skip Síldarvinnslunnar hf. verða í landi yfir jól og áramót.

Bjartur NK landar í dag

Bjartur NK landar í dag um 90 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK heldur aftur til veiða á morgun, 2. desember.
Barði NK er að veiðum.

Beitir NK er væntanlegur til Norðfjarðar í kvöld með um 1.600 tonn af síld sem fer í vinnslu hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Börkur NK heldur í dag til loðnuveiða.