Bjartur NK-121

Bjartur NK121
Tegund: Ísfisktogari
Smíðaður: Niigata, Japan, 1973
Brúttórúmlestir: 461
Brúttótonn: 658
Nettótonn: 197
Lengd: 47 m
Breidd: 9 m
Dýpt: 6 m
Vél: MaK 1775 kW - 2413 hö
Sími: 853 2511
Áhafnarsími: 855 3311
Skipstjóri: Steinþór Hálfdanarson

 

Bjartur NK 121 var smíðaður fyrir Síldarvinnsluna í Niiigata í Japan árið 1973. Bjartur er einn af tíu togurum sem smíðaðir voru í Japan fyrir Íslendinga, en öll þessi skip hafa reynst afburða vel. Árið 1984 var sett 2.413 hestafla MAK aðalvél í skipið. Árið 2004 voru gerðar miklar endurbætur á Bjarti í skipasmíðastöð í Póllandi. Bjartur hefur fengið gott viðhald og er vel útbúinn sem ísfisktogari.