Barði NK-120

Barði NK-120
Tegund: Frysti- og ísfisktogari
Smíðaður: Flekkefjord, Noregi, 1989
Brúttórúmlestir: 599
Brúttótonn: 1151
Nettótonn: 345
Lengd: 51 m
Breidd: 12 m
Dýpt: 6 m
Vél: MaK 1840 kW - 2500 hö
Sími: 853 2510
Áhafnarsími: 855 3310
Skipstjóri: Steinþór Hálfdanarson

Barði NK 120 var upphaflega smíðaður fyrir Skipaklett hf., í Flekkefjord í Noregi árið 1989, og hét þá Snæfugl SU 20. Síldarvinnslan eignaðist skipið árið 2001 þegar Skipaklettur var sameinaður Síldarvinnslunni. Skipið fékk þá nafnið Norma Mary og var leigt til Onward Fisheries í Skotlandi. Barði kom inn í flota Síldarvinnslunnar í október 2002 í stað skips með sama nafni.