Lóðum lyft í gamla frystihúsinu

Æfingatími í gamla frystihúsinu. Það gengur mikið á. Ljósm. Smári GeirssonÆfingatími í gamla frystihúsinu. Það gengur mikið á.
Ljósm. Smári Geirsson
Í byrjun september sl. tók Lyftingafélag Austurlands í notkun húsnæði sem Síldarvinnslan lét félaginu í té í gamla frystihúsinu í Neskaupstað. Félagið var stofnað árið 2016 og eru félagsmenn frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum. Starfsemi félagsins hófst í fyrstu í gamla frystihúsinu á Eskifirði en nú fer starfsemi þess fram í Neskaupstað auk þess sem félagar hafa aðgang að CrossFit- stöðvum á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.
 
Stofnandi félagsins er Sigrún Harpa Bjarnadóttir, lögfræðingur á Eskifirði, en hún hefur brennandi áhuga á olympískum lyftingum og þeirri hugmyndafræði sem CrossFit byggir á. Í fyrstu æfðu fáir á vegum félagsins og búnaðurinn sem notast var við var takmarkaður, en að undanförnu hefur félagið vaxið undurhratt. Starfsemi lyftingafélags á ekki vel heima í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum því þar eru yfirleitt veruleg þrengsli og þess vegna þarf að finna starfseminni annað húsnæði. Í Neskaupstað hóf félagið þó starfsemi í líkamsræktarstöð bæjarins en fljótlega kom að því að finna þurfti stærra og hentugra húsnæði. Félagið fékk afnot af gamla prentsmiðjuhúsnæðinu og það var framfaraskref, en með auknum iðkendafjölda sprengdi það einnig það húsnæði utan af sér. Þá voru góð ráð dýr og leitað var til Síldarvinnslunnar og spurst fyrir um hvort möguleiki væri að fá inni fyrir starfsemina í gamla frystihúsinu. Síldarvinnslan tók erindinu vel og afhenti félaginu afnotarétt á húsnæði á annarri hæð þar sem meðal annars kaffistofa starfsfólks frystihússins var á sínum tíma. Það var mikil vinna að gera húsnæðið í gamla frystihúsinu hæft til notkunar fyrir Lyftingafélagið og þeirri vinnu er ekki lokið enn. Húsnæðið var hins vegar tekið í notkun í septembermánuði og þykir henta afskaplega vel fyrir starfsemina. Aðstöðuna í gamla frystihúsinu nefna félagsmenn Nesheima.
 
Jafnt konur sem karlar æfa lyftingar í gamla frystihúsinu.  Konur eru áberandi í starfi Lyftingafélags Austurlands. Ljósm. Smári GeirssonJafnt konur sem karlar æfa lyftingar í gamla frystihúsinu. Konur eru áberandi í starfi Lyftingafélags Austurlands.
Ljósm. Smári Geirsson
Til að fræðast nánar um starfsemi Lyftingafélagsins var Sylvía Dröfn Sveinsdóttir, stjórnarmaður í félaginu, tekin tali. Sylvía segir að uppgangur félagsins sé hreint ótrúlegur og sérstaklega sé starfsemin blómleg í Neskaupstað. „Félagið hefur blásið út. Í byrjun sl. sumars voru félagsmenn um 50 talsins en nú eru þeir hvorki fleiri né færri en 112 og meirihluti félagsmanna er hér í Neskaupstað. Gamla prenstsmiðjuhúsið, sem við æfðum áður í, var orðið allt of lítið. Við gátum flest verið um átta að æfa samtímis í prentsmiðjuhúsinu en hér í gamla frystihúsinu getum við verið fimmtán. Hjá félaginu eru tíu skipulagðir tímar á viku hér í gamla frystihúsinu þar sem kennsla fer fram, en félagið býr svo vel að hafa fjóra þjálfara með réttindi sem starfa í Neskaupstað. Það eru um 60 manns sem mæta í þessa tíma. Að auki geta félagsmenn notað aðstöðuna eftir hentugleikum. Flesta daga eru einhverjir byrjaðir að lyfta hér klukkan fimm á morgnana og sumir eru að koma eftir klukkan tíu á kvöldin. Fyrir utan Norðfirðinga kemur fólk hér frá Eskifirði og Reyðarfirði til að nýta aðstöðuna. Það er í reyndinni ótrúlegt hvað starfsemin hefur vaxið á ekki lengri tíma,“ segir Sylvía.
Fram kemur í máli Sylvíu að félagið standi í þakkarskuld við marga. Ýmsir félagsmenn hafa lagt mikið af mörkum til að gera húsnæðið hæft til notkunar og þá tóku starfsmenn Alcoa einnig þátt í því, en þeir sinna ýmsum þörfum samfélagsverkefnum. Enginn hefur þó stutt félagið betur en Síldarvinnslan. Auk þess að útvega húsnæðið í gamla frystihúsinu hefur Síldarvinnslan veitt styrki til búnaðarkaupa og þá komu starfsmenn Síldarvinnslunnar að ýmsum verkefnum þegar unnið var í húsnæðinu. „Við stöndum í mikilli þakkarskuld við alla sem hafa aðstoðað okkur og það hefði ekki verið unnt að halda úti þessari starfsemi ef við nytum ekki svona mikils skilnings í samfélaginu,“ segir Sylvía.
 
Sylvía telur að hægt og bítandi sé starfsemi Lyftingafélagsins að öðlast viðurkenningu í samfélaginu hér eystra, en það taki ávallt einhvern tíma fyrir nýja íþróttagrein að öðlast slíka viðurkenningu. Sem dæmi má nefna að nú nýverið fór verslunin Fjarðasport í Neskaupstað að bjóða upp á vörur sem henta lyftingafólki.
 
Til stendur að halda vígsluhátíð í húsnæði félagsins í gamla frystihúsinu þegar framkvæmdum þar verður endanlega lokið og þá geta allir komið og kynnt sér aðstöðuna og blómlegt starf Lyftingafélags Austurlands.

Þorsteinn Már hverfur frá stjórnarstörfum

Þorsteinn Már hverfur frá stjórnarstörfumÞorsteinn Már Baldvinsson hefur óskað eftir því að fara í ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og mun hann hverfa frá stjórnarstörfum. Við stjórnarformennskunni tekur Ingi Jóhann Guðmundsson og inn í stjórnina kemur Halldór Jónasson.

 

 

 

 

Haldið til kolmunnaveiða

Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað, tilbúinn að halda til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári Geirsson.Polar Amaroq í höfn í Neskaupstað, tilbúinn að halda til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK og grænlenska skipið Polar Amaroq héldu til kolmunnaveiða frá Neskaupstað fyrir nýliðna helgi. Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Grétar Guðmundsson skipstjóra á Polar Amaroq og Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni áður en skipin létu úr höfn.
 
Sigurður sagði að skipin hefðu hafið kolmunnaveiðar á svipuðum tíma í fyrra. „Við reiknum með að byrja að leita austan við Færeyjar en það hefur oft verið veiði austan og norðaustan við eyjarnar á þessum árstíma. Annars hafa litlar fréttir borist af kolmunna í færeysku lögsögunni ennþá en bæði Víkingur og Venus eru komnir á miðin,“ sagði Sigurður.
 
Gísli sagðist vonast til þess að menn finndu kolmunnann fljótlega. „Í fyrra féldum við til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni að kvöldi 16. nóvember og lönduðum fyrsta farminum, 1.700 tonnum, hinn 28. nóvember. Vonandi gengur þetta með svipuðum hætti núna,“ sagði Gísli.
 
Nýjustu fréttir herma að skipin hafi byrjað að toga í morgun norður af Færeyjum.

Misleading and false news about Síldarvinnslan

logo

On November 15th a story was published in Fréttablaðið daily newspaper in Iceland that Gunnþór Ingvason, the CEO of Síldarvinnslan, had requested instructions from Samherji on April 30, 2014 on how to deceive Greenlanders in order to acquire fishing permits and quotas. The article is completely wrong and it is in fact remarkable how the journalist who wrote the story could draw these conclusions from the e-mails quoted.

Síldarvinnslan has had a successful collaboration with the Greenlanders since 2003 in a fishing company which is a joint venture. In 2012, Greenland's largest fisheries company, Polar Seafood, acquired the majority of the company, which was then named Polar Pelagic, with Síldarvinnslan owning 30 percent of the shares. The Board of Director of Polar Seafood have always been responsible with communicating with the authorities in Greenland. Polar Seafood's chairman is Henrik Leth, who has long been one of the leaders in the Greenlandic fisheries industry.

 In 2014, Henrik Leth contacted Gunnþór Ingvason and told him that in Greenland it was widely discussed that someone planned to set up a fishmeal and pelagic processing plant in Ammasalik on the east coast of the country. Henrik considered these plans very unrealistic and thought that they were being put forward with a view to obtaining a quota from the government of Greenland. To find out more about technical issues and constructions costs, he contacted Gunnþór Ingvason. Gunnþór knew that Samherji had recently made plans for such a structure in Morocco. He e-mailed employees at Samherji asking for this information, even though it was relevant to the development in Africa. After sending this e-mail he made no further enquires about the matter.

Henrik Leth says the following about this: “I contacted Gunnþór for information simply because Síldarvinnslan has a great deal of experience and knowledge of the construction and operation of pelagic processing plants. I could never have imagined that such a negative news story could be made about a favour he made to me, a colleague. This is a sad example of poor and dishonest journalism.”

As explained above it can be clear that Gunnþór Ingvason's words in the email were distorted and taken out of context in the news story. Síldarvinnslan regrets this factually wrong and harmful story and hopes it will be corrected as soon as possible.