Hvaða síld er Íslandssíld?

Íslandssíld er stærsta síldin í norsk-íslenska síldarstofninumÍslandssíld er stærsta síldin í
norsk-íslenska síldarstofninum
Á síðustu árum hefur borið á því að fjölmiðlar og ýmsir starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja tali og skrifi um Íslandssíld þegar átt er við íslenska sumargotssíld. Þetta er ekki í neinu samræmi við hina hefðbundnu notkun hugtaksins því áður var stærsta og verðmætasta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum nefnd Íslandssíld.
 Heimasíðan hafði samband við Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunar og einn helsta síldarsérfræðing þjóðarinnar, og spurði hann þeirrar einföldu spurningar hvaða síld það væri sem nefnd væri Íslandssíld. Jakob svaraði spurningunni með eftirfarandi hætti: „Íslandssíld er stærsta og besta síldin í norsk-íslenska síldarstofninum. Það var þannig að elsti hluti síldarstofnsins leitaði lengst í vestur í ætisleit og þessi síld veiddist við Ísland. Þetta var síldin sem hentaði best til söltunar og var í reynd verðmætasta síldin í veröldinni. Þessi síld var nefnd Íslandssíld og hún var kynnt og seld á mörkuðum erlendis sem Íslandssíld. Meira að segja Norðmenn seldu þessa síld sem Íslandssíld. Ef síld úr norsk-íslenska síldarstofninum náði ákveðinni stærð og gæðum þá stóð hún undir nafni sem Íslandssíld þannig að þetta heiti á síldinni var ákveðið gæðamerki. Íslensk sumargotssíld var aldrei nefnd Íslandssíld fyrr en nú upp á síðkastið og að mínu mati er rangt að gera það. Hér áður var íslenska sumargotssíldin oftast nefnd Suðurlandssíld vegna þess að hrygning fór fram við suðurströnd landsins. Mér þykir það miður ef Íslendingar geta ekki haldið í rótgrónar hefðir hvað þetta varðar auk þess sem breytingar á notkun hugtaka af þessu tagi geta valdið ruglingi og misskilningi,“ sagði Jakob.
 
akob Jakobsson fiskifræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ljósm. Kristinn IngvarssonJakob Jakobsson fiskifræðingur
og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Ljósm. Kristinn Ingvarsson
Þegar heimildir eru kannaðar staðfesta þær með eindregnum hætti orð Jakobs Jakobssonar hér að framan. Á fyrri hluta 20. aldarinnar var ávallt talað um Íslandssíld þegar fjallað var um stóru demantssíldina sem veiddist norður af landinu og hentaði best til söltunar. Þá upplýsti tímarið Ægir í frétt árið 1937 að Norðmenn selji síld sem þeir veiða hér við land undir nafninu Íslandssíld og Íslands – Matjes. Sama er að segja um þá umfjöllun sem átti sér stað þegar norsk-íslensk síld tók að veiðast við landið á ný eftir langt hlé árið 1994. Þá var fjallað um að Íslandssíldin væri loksins komin á Íslandsmið á ný, þ.e. stærsta síldin í norsk- íslenska síldarstofninum.
 
Hér með skal hvatt til þess að allir hlutaðeigendi hætti að nefna íslenska sumargotssíld Íslandssíld en nefni hana þess í stað einfaldlega íslenska sumargotssíld eða Suðurlandssíld. 

„Það á eftir að koma heilmikil loðna“

Beitir NK að loðnuveiðum norðaustur af Langanesi. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBeitir NK að loðnuveiðum norðaustur af Langanesi.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Beitir NK kom til Neskaupstaðar í morgun með rúmlega 2.200 tonn af loðnu. Hluti af aflanum fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og hófst vinnsla strax. Grænlenska skipið Polar Amaroq kom einnig til Neskaupstaðar í morgun með 1.650 tonn, þar af eru 650 tonn fryst.
 
Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, segir að ekki hafi verið mikið að sjá af loðnu. „Það var ekki stór bletturinn sem skipin voru að toga á,“ sagði hann. Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaroq, tók undir með Sturlu og sagði að enn væri ekki mikið að sjá. „Mér líst hins vegar ekki illa á vertíðina. Það á eftir að koma heilmikil loðna. Við vorum í vikutúr en vorum einungis tvo daga á veiðum. Þrír daganna fóru í loðnuleit í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Við munum fara í frekari leit eftir löndun og það mun koma maður um borð til okkar frá Hafró áður en við leggjum úr höfn,“ sagði Geir.
 
Heimasíðan sló á þráðinn til Hálfdanar Hálfdanarsonar, skipstjóra á Berki NK til að fá fréttir af miðunum. „Við erum komnir með 1.700 tonn. Það var lítið að fá í gær og ekkert í nótt. Við leituðum í alla nótt og köstuðum ekki fyrr en nú rétt fyrir hádegi og nú er töluvert að sjá. Það eru allir bátarnir hérna, einir 6 talsins, búnir að kasta. Við erum núna norður af Langanesi og komnir að trolllínunni. Við megum ekki fara vestar til að veiða með trollinu,“ sagði Hálfdan.

Fyrstu loðnunni landað í Neskaupstað

Vilhelm Þorsteinsson EA. Ljósm. Hákon ErnusonVilhelm Þorsteinsson EA. Ljósm. Hákon ErnusonVilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrstu loðnuna á vertíðinni til Neskaupstaðar í morgun. Aflinn er 540 tonn af frosinni loðnu og um 450 tonn sem fara til mjöl- og lýsisframleiðslu. Birkir Hreinsson skipstjóri segir að aflinn hafi fengist í trollhólfinu norðaustur af Langanesi. „Þetta er stór og falleg loðna en það virðist ekki vera mjög mikið af henni þó skipin hafi verið að reka í ágætis hol. Við munum landa í dag og halda til veiða á ný í kvöld. Það er bjartsýni ríkjandi varðandi vertíðina, lífið býður ekki upp á annað,“ sagði Birkir.

 

Halldór Þorsteinsson jarðsunginn

Halldór ÞorsteinssonHalldór ÞorsteinssonÍ dag verður Halldór Þorsteinsson jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju en hann lést 1. janúar sl. Halldór starfaði hjá Síldarvinnslunni í fjölda ára, bæði sem sjómaður og vélvirki. Hann sat í stjórn fyrirtækisins á árunum 1990-2000 og var auk þess varamaður í stjórninni á árunum 1988-1990 og 2000-2003. Halldórs er minnst fyrir góð störf í þágu Síldarvinnslunnar.
 
Síldarvinnslan vottar öllum aðstandendum Halldórs innilega samúð vegna fráfalls hans.