Bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir kynnt á Hildibrand á föstudaginn

hjortur oli

Hjörtur Gíslason þýðandi bókarinnar og Óli Samró höfundur bókarinnar. Mynd: Kvótinn.is

Bókin Fiskveiðar - fjölbreyttar áskoranir fjallar um fiskveiðistjórnun víða um heim. Sumir halda að íslenska kvótakerfið við fiskveiðistjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð á aflaheimildum. Bókin er eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró og hefur Hjörtur Gíslason, blaðamaður, þýtt hana úr færeysku. Höfundur mun koma til Neskaupstaðar á föstudaginn og kynna bókina á hótel Hildibrand kl 09:00 og er aðgangur ókeypis.Bókin Fiskveiðar - fjölbreyttar áskoranir fjallar um fiskveiðistjórnun víða um heim. Sumir halda að íslenska kvótakerfið við fiskveiðistjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð á aflaheimildum. Bókin er eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró og hefur Hjörtur Gíslason, blaðamaður, þýtt hana úr færeysku. Höfundur mun koma til Neskaupstaðar á föstudaginn og kynna bókina á hótel Hildibrand kl 09:00 og er aðgangur ókeypis.

Á íslensku er titill bókarinnar Fiskveiðar: fjölbreyttar áskoranir, og fjallar Óli þar meðal annars um þær ólíku leiðir sem farnar eru við stjórnun fiskveiða víða um heim. „Hann fer m.a. stuttlega yfir sögu fiskveiðistjórnunar með viðkomu í löndum á borð við Noreg og Færeyjar sem búa að gömlum lögum um fiskveiðar, útþenslu fiskveiðilögsögu og landhelgi þjóða, og setningu kvótakerfisins 1984 á Íslandi, og fljótlega þar á eftir á Nýja-Sjálandi. Óli kortleggur síðan allar þær leiðir sem notaðar eru til að stýra fiskveiðum. Fjallar bókin um nær allar helstu fiskveiðiþjóðir heims, nema að Kína og Rússland eru undanskilin því erfitt er að fá frá þeim áreiðanlegar upplýsingar um fyrirkomulag fiskveiða,“ segir Hjörtur Gíslason þýðandi bókarinnar á íslensku.

Óli hefur mikla alþjóðlega reynslu á þessu sviði og hefur víða farið, þekkir m.a. vel íslenskar aðstæður og umræður hér og ræðir þær í bók sinni.
Síldarvinnslan hvetur alla þá sem áhuga hafa á fiskveiðistjórnun að sækja þessa áhugaverðu kynningu á bókinni Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir.

Makríll í þorski fyrir austan

Barði NK. Ljósm. Hákon ErnusonBarði NK. Ljósm. Hákon ErnusonBarði NK kom til löndunar á Seyðisfirði í gærkvöldi með um 90 tonna afla. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að þorskveiði hafi verið treg á hinum hefðbundnu austfirsku togaramiðum og áberandi sé að fiskurinn sé farinn að gæða sér á makríl. „Það sést makríll víða í þorski á okkar hefðbundnu miðum og staðreyndin er sú að þorskveiðin gengur illa. Það er að vísu ekki óalgengt að þorskur veiðist ekki hér eystra um þetta leyti árs og það var reyndar þannig áður en makríll varð áberandi á miðunum. Líklega er hann uppi í sjó að éta. Við reyndum fyrir okkur í Hvalbakshallinu, á Fætinum og á Breiðdalsgrunni og það var alls staðar sama sagan. Fengum dálítið af þorski út á Þórsbanka um tíma en svo hvarf hann líka. Það hefur verið töluvert um kolmunna á þessum slóðum en nú virðist þorskurinn ekki líta við honum, hann virðist hins vegar gráðugur í makrílinn – það er líklega veisla hjá honum. Mér þætti ekki ósennilegt að við færum vestur í næsta túr á meðan ástandið er svona hér eystra. En þetta ástand getur síðan breyst á örskammri stundu,“ sagði Steinþór.

Stór og falleg síld í Norðfirði

DSC03249

                Dragnótabáturinn Geir ÞH hefur verið að ýsuveiðum á Norðfjarðarflóa og fjörðunum sem ganga inn úr flóanum að undanförnu. Sigurður Kristinsson skipstjóri segir að óvenju líflegt sé á þessum slóðum miðað við árstíma. „Hér er býsna mikið af síld á ferðinni og það lóðaði á síld inn allan Norðfjörð fyrr í dag. Þá er líka mikið um átu. Við fáum nokkrar síldar í hverju kasti og þetta er stór og falleg síld. Ég hef ekki kannað það sérstaklega en það kæmi mér ekki á óvart að hér sé um norsk-íslenska síld að ræða. Við reyndum fyrir okkur í Viðfirði og þar fengum við eingöngu þorsk sem var fullur af síld. Síldinni fylgja hvalir og hér voru tvö stórhveli í flóanum í morgun,“ sagði Sigurður.

Samfélagsspor Síldarvinnslunnar 2016

1

Nú hefur endurskoðunarfyrirtækið Deloitte reiknað út svonefnt samfélagsspor Síldarvinnslusamstæðunnar fyrir árið 2016. Samfélagsspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Til Síldarvinnslusamstæðunnar töldust árið 2016 auk móðurfélagsins Gullberg ehf., Bergur-Huginn ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Runólfur Hallfreðsson ehf. og SVN eignafélag ehf.

Hér skal getið um nokkrar athyglisverðar niðurstöður samfélagssporsins:

-          Rekstrartekjur samstæðunnar námu 22,4 milljörðum króna á árinu 2016.

-          Fjöldi ársverka var 347.

-          Meðaltal heildarlauna starfsmanna á árinu var 10,9 milljónir króna.

-          Samfélagssporið nam 13,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann á árinu 2016.

-          Til viðbótar við samfélagssporið styrkir Síldarvinnslan ýmis konar lista- og menningarstarfsemi, björgunarsveitir, íþróttafélög, sjúkrastofnanir og fleiri samfélagsleg verkefni að upphæð 50-60 milljónir króna á ári.

-          Veiðigjöld námu 600 milljónum króna árið 2016.

-          Á árinu 2016 greiddi samstæðan 110 milljónir króna í kolefnisgjald.

-          Alls námu greiddir og innheimtir skattar ásamt opinberum gjöldum samstæðunnar 4,6 milljörðum króna á árinu 2016. Ekki eru metin margfeldisáhrif vegna kaupa á innlendum vörum og þjónustu.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um samfélagssporið. 

2

3

4

5

6

7