Kolmunnaskipin að fá góðan afla

Beitir NK á kolmunnamiðunum. Ljósm. Tómas KárasonKolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.


Kolmunnaskipin með góðan afla

Beitir NK á kolmunnamiðunum. Ljósm. Tómas KárasonKolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.


Góð kolmunnaveiði yfir daginn

 
Beitir NK að kolmunnaveiðum. Ljósm. Tómas KárasonSíðustu daga hefur verið góð kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni yfir dagtímann. Þegar kvölda tekur dregur úr veiðinni og er hún lítil yfir nóttina. Öll þrjú skip Síldarvinnslunnar fengu til dæmis um eða yfir 500 tonna hol í gær og verður það að teljast harla gott. Bjarni Ólafsson og Polar Amaroq eru á landleið til Neskaupstaðar með fullfermi og Börkur er einnig með fullfermi á leið til Seyðisfjarðar. Birtingur og Beitir eru að veiðum og hafði heimasíðan samband við Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra á Beiti í morgun. „Það hefur verið fínasta veiði yfir daginn en minna á nóttunni, fiskurinn dreifir sér í myrkrinu,“ sagði Hálfdan. „Annars erum við nú með hol á síðunni eftir nóttina og í því eru 200-300 tonn sem þykir gott. Í gærkvöldi fengum við 500-600 tonna hol eftir að hafa togað í 7-8 tíma en þetta hol sem nú er verið að dæla úr tók 10 tíma. Við erum komnir með um 1000 tonn og það er ágætis veiðiútlit“, sagði Hálfdan að lokum.

Yfir 7.000 tonn af kolmunna hafa borist til Seyðisfjarðar

Beitir NK á kolmunnaveiðum. Ljósm. Tómas Kárason.Beitir NK kom með fullfermi af kolmunna til Seyðisfjarðar í fyrrinótt og var lokið við að landa úr skipinu um klukkan fimm í morgun. Aflinn var rúmlega 2.100 tonn og með honum hefur fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tekið á móti rúmlega 7.000 tonnum á vertíðinni. Að sögn Gunnars Sverrissonar  rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar hefur vinnslan á Seyðisfirði gengið vel eftir að hún hófst af fullum krafti. Segir Gunnar að lokið verði við að vinna það hráefni sem hefur borist til verksmiðjunnar á morgun en miðað við þá veiði sem nú er ætti vinnsluhléið ekki að vera langt.