Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar hefur tekið á móti tæplega 20 þúsund tonnum af makríl og síld

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirFiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur tekið á móti tæplega 20 þúsund tonnum af makríl og síld á yfirstandandi vertíð. Þar af eru rúmlega 11 þúsund tonn makríll. Beitir NK er nú að landa í fiskiðjuverið til vinnslu en afli hans er 370 tonn, þar af 275 tonn makríll. Börkur NK kom inn í nótt vegna óhagstæðs veiðiveðurs með 240 tonn og er afli hans til helminga makríll og síld. Hann bíður löndunar.

Alls hafa vinnsluskip landað tæplega 14.500 tonnum af makríl og síld í frystigeymslur Síldarvinnslunnar á vertíðinni. Kristina EA kom til hafnar í dag og er að landa fullfermi af frystum afurðum eða rúmlega tvö þúsund tonnum.


Vaxandi vægi síldarinnar

SíldAð undanförnu hafa uppsjávarveiðiskipin sem landa afla sínum í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað borið meiri síld að landi en fyrr á vertíðinni enda langt komin með makrílkvóta sína. Fram undir þetta hefur megináherslan verið lögð á veiðar á makríl en reynt að forðast eftir föngum of mikla síld sem meðafla. Börkur NK er að landa 640 tonnum í fiskiðjuverið núna og er aflasamsetningin svofelld: 493 tonn síld, 85 tonn makríll og 67 tonn kolmunni. Áður landaði Beitir NK samtals 492 tonnum og þar af var síld 352 tonn, makríll 84 tonn og 55 tonn kolmunni.

Helgarfrí stendur fyrir dyrum í fiskiðjuverinu og miðast veiðarnar við það. Áhöfn Bjarna Ólafssonar AK er í nokkurra daga fríi og Beitir mun ekki halda til veiða á ný fyrr en á laugardag.

Af togurum Síldarvinnslunnar er það að frétta að Barði NK er á ufsaveiðum í Berufjarðarál og mun væntanlega landa eftir miðja næstu viku en Bjartur NK landaði 100 tonnum í Neskaupstað sl. þriðjudag og var uppistaða aflans þorskur. Bjartur heldur til veiða á ný í dag.

Aukið öryggi fyrir yngstu nemendur Nesskóla

Kátir nemendur í nýju endurskinvestunum. Ljósm. Eysteinn Þór Kristinsson

Við skólabyrjun færði Síldarvinnslan Nesskóla endurskinsvesti að gjöf en þau eru ætluð nemendum í 1. og 2. bekk. Vestin verða notuð þegar farið verður með nemendahópana í gönguferðir um bæinn og munu þau auka mjög öryggi barnanna í umferðinni.

Skólinn er afar þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf og vill taka fram að það sé ómetanlegt fyrir hann að eiga hauka í horni á borð við Síldarvinnsluna.

Stærstu frystigeymslur landsins eru í Neskaupstað - umfjöllun Útvegsblaðsins

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Útvegsblaðsins um frystigeymslur Síldarvinnslunnar