Bjartur með 97 tonn af blönduðum afla

Bjartsmenn í aðgerð. Ljósm. Þorgeir BaldurssonÍsfisktogarinn Bjartur NK kom til Neskaupstaðar í gær með 97 tonn af blönduðum afla. Um 50 tonn af aflanum var þorskur, 22 tonn ufsi og um 17 tonn karfi. Að sögn Steinþórs Hálfdanarsonar skipstjóra gekk veiðiferðin vel: „Nú gekk okkur mun betur að veiða ufsa en í síðasta túr, en þá var erfitt að ná honum. Töluvert þurfti að hafa fyrir því að ná karfanum en eins og oft áður var ekkert vandamál að fá þorsk. Það þarf að gæta þess að þorskholin verði ekki alltof stór og því toguðum við einungis í hálfa til eina klukkustund hverju sinni eftir að við fórum í þorskveiðina. Við tókum þorskinn á Breiðdalsgrunni en ufsann og karfann í Berufjarðarál og í Hvalbakshalli,“ sagði Steinþór að lokum.

Kolmunnaveiðar hafnar á ný

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonSíldarvinnsluskipin Börkur og Beitir héldu úr höfn í Færeyjum á mánudagskvöld áleiðis á kolmunnamiðin suður af eyjunum. Börkur hóf veiðar strax og á miðin var komið en bilun kom upp í annarri aðalvél Beitis og var þá haldið til hafnar í Fuglafirði þar sem unnið er að viðgerð.

Heimasíðan hafði samband við Sturlu Þórðarson skipstjóra á Berki og lét hann þokkalega af sér. Sagði hann að fiskurinn væri að ganga inn á veiðisvæðið og væru sumir íslensku bátanna að hitta í gott en 12 íslensk skip mega veiða samtímis í færeysku lögsögunni. Sagði Sturla að þeir á Berki væru búnir að fá 800 tonn í tveimur holum og væru nú að toga. Tæplega  300 tonn fengust í fyrra holinu og rúmlega  500 í því síðara. „Þetta gengur bara orðið nokkuð vel“, sagði Sturla að lokum.


Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. 2014

Verður haldinn miðviAðalfundur Síldarvinnslunnar hf. 2014kudaginn 30. apríl 2014 í Hótel Egilsbúð Neskaupstað kl. 14:00.

Dagskrá:
  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar.
  3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs.
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
  5. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins.
  6. Kosin stjórn félagsins.
  7. Kosnir endurskoðendur.
  8. Önnur mál, löglega fram borin.
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.


Mokveiði á Melsekk

Landað úr Barða NK í dag.  Ljósm. Hákon ViðarssonFrystitogarinn Barði kom til Neskaupstaðar í morgun með nálega fullfermi af gullkarfa. Áður hafði skipið millilandað fullfermi í Hafnarfirði þannig að í þessari veiðiferð var aflinn 600 tonn upp úr sjó. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri  sagði að í reynd hefði verið mokveiði allan túrinn en skipið var þrjár vikur á veiðum. „Við veiddum allan tímann á Melsekk á Reykjaneshryggnum sem er um 80 mílur beint úti af Reykjanesi og aflinn var nánast eingöngu gullkarfi,“ sagði Bjarni Ólafur. „ Það var  fiskað á daginn og aflinn unninn á nóttunni og það var svo sannarlega nóg að gera enda má segja að í veiðiferðinni hafi fengist fullfermi í tvígang.“

Barði mun halda til veiða á ný næstkomandi laugardag og verður það blönduð veiðiferð sem standa mun yfir fram yfir mánaðamót. Næsti túr þar á eftir mun svo væntanlega verða úthafskarfatúr.