Síldarvinnslan fyrir 50 árum
- Details
- Dagsetning: 06. Maí 2013
Stofnfundur Síldarvinnslunnar hf. Í Neskaupstað var haldinn hinn 11. desember árið 1957. Tilgangur félagsins var að reisa og reka síldarverksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað. Síldarverksmiðjan var reist á árinu 1958 og hinn 17. júlí það ár hófst móttaka síldar til mjöl- og lýsisvinnslu. Þar með var starfsemi Síldarvinnslunnar á sviði fiskvinnslu hafin.