Skipin komin til hafnar fyrir sjómannadag

Floti Síldarvinnslunnar kominn að landi fyrir sjómannadag. Ljósm. Hákon Viðarsson.Öll skip Síldarvinnslunnar eru komin til hafnar í Neskaupstað og munu áhafnir þeirra að sjálfsögðu taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins sem hefjast í dag. Beitir  landaði fullfermi af kolmunna, 2100 tonnum, sl. miðvikudag og Börkur landaði einnig fullfermi af kolmunna, 2500 tonnum, á Seyðisfirði í gær. Þriðja kolmunnaveiðiskipið, Birtingur, kom til hafnar í Neskaupstað í gær með 1000 tonn. Ísfisktogarinn Bjartur kom til löndunar með 103 tonn sl. miðvikudag og var uppistaða aflans þorskur og ufsi. Frystitogarinn Barði kom síðan að landi í gær með afla að verðmæti 98 milljónir króna. Aflinn var 210 tonn upp úr sjó og var meirihluti hans grálúða.

Börkur NK og Beitir NK til sýnis!

Börkur NK og Beitir NK til sýnis{nomultithumb}

Sjómannadagskveðja 2014

Síldarvinnslan þakkar fyrir{nomultithumb}

Framhaldsaðalfundur Síldarvinnslunnar hf. 2014

Framhaldsaðalfundur Síldarvinnslunnar hf. 2014Verður haldinn föstudaginn 6. júní 2014 í Hótel Egilsbúð Neskaupstað kl. 11:00.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar
  3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
  5. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins
  6. Kosin stjórn félagsins
  7. Kosnir endurskoðendur
  8. Önnur mál, löglega fram borin


Stjórn Síldarvinnslunnar hf.