Heimskókn frá Verkmenntaskóla Austurlands

Jóhanna Rannveig og HrönnÍ morgun fengum við fróðlega og skemmtilega heimsókn frá nemendum í náttúrufræði við Verkmenntaskóla Austurlands.  Futtu krakkarnir 3 fyrirlestra um: erfðabreytt matvæli, litblindu og albínisma.  Fóru þau yfir þetta á skemmtilegan og fróðlegan hátt.  Eftir hvern fyrirlestur var svo tekið við fyrirspurnum sem krakkarnir svöruðu skilmerkilega.
Takk kærlega fyrir okkur.

Karnivaldagur Nesskóla

Karnivaldagur NesskólaÞað var skrautlegur hópur nemenda úr Nesskóla sem marseraði um götur bæjarins í dag en tilefnið var Húllumhæ dagur skólans.  Skólinn skiptist í 5 liti og voru vinabekkir samlitir.  Þegar skrúðgöngunni lauk var farið upp á fótboltavöll þar sem grillað er fyrir krakkana.

Lesa meira...

Skíðaferð Skrifstofu

Guðný, Gunnþór og RagnhildurSkrifstofan skellti sér á skíði s.l. mánudag í sól og blíðu.  Þetta var hin skemmtilegasta ferð og margir fóru á skíði í fyrsta sinn í mörg ár.  Eftir daginn voru svo veitt verðlaun fyrir hinar ýmsu uppákomur og kúnstir.  Frábær dagur í Skarðinu.

Lesa meira...

Spurningakeppni fyrirtækja

Víglundur Gunnarsson, Ari Egilsson, Vilhjálmur LárussonUndanfarnar 2 vikur hefur farið fram spurningakeppni fyrirtækjanna í bænum.  Keppnin er haldin af 9. bekk Nesskóla í fjáröflunarskyni og hefur verið hin skemmtilegasta og svolítið í anda sjónvarpsþáttarins Útsvars. 
Síldarvinnslan hf. sendi frá sér 3 lið í keppnina, frá skrifstofu, bræðslu og fiskiðjuveri.  Lið okkar veittu öll keppinautum sínum harða samkeppni en því miður komst ekkert þeirra áfram. 
Meðfylgjandi myndir tók Guðlaugur Birgisson.

Lesa meira...

Upp er runninn öskudagur

Vígalegir víkingarHjá okkur er búið að vera mikið að gera í morgun við að taka á móti krökkum í allsskonar búningum.  Krakkarnir hafa sungið fyrir okkur og fengið harðfisk að launum.
Kl. 15:00 byrjar svo grímuball í íþróttahúsinu þar sem tunnan verður slegin og farið verður í leiki.

Lesa meira...