Makríllinn breytti miklu

Nú stendur makrílvertíð yfir og það er staðreynd að makríllinn er orðinn mikilvægur og rótgróinn þáttur í starfsemi fyrirtækja sem leggja áherslu á veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Árið 2006 fór makríll að veiðast sem meðafli í síldveiðum í flotvörpu austur af landinu og veiddust þá um 4.000 tonn.

Enn er makríllinn veiddur í íslenskri lögsögu

Börkur NK kom til löndunar í Neskaupstað snemma í morgun með um 1.000 tonn af makríl. Þá var nýlokið við að vinna tæp 1.800 tonn úr Vilhelm Þorsteinssyni EA. Heimasíðan heyrði í Hálfdani Hálfdanarsyni skipstjóra á Berki og spurði hann fyrst hvar aflinn hefði fengist.

Um þriðjungur makrílkvótans veiddur

Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað var lokið við að vinna rúm 1.300 tonn úr Barða NK sl. nótt og nú er Beitir kominn með rúm 1.500 tonn og vinnsla úr honum hafin. Vinnslan er fjölbreytt því fiskurinn er ýmist heilfrystur, hausaður eða flakaður.

Kynning á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2024

Gunnþór B. Ingvason forstjóri mun gera grein fyrir niðurstöðum fyrsta ársfjórðungs 2024

Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti 23.05.2024 klukkan 16:00

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík og á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum