Veikt pund en kærkomið þjóðhátíðarfrí hjá Bergey VE og Vestmannaey VE

Fisk

Frá fiskmarkaðnum í Grimsby. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson

Vel hefur gengið hjá skipunum Bergey VE og Vestmannaey VE það sem af er sumri en gengissveiflur breska pundsins hefur haft áhrif á verðmæti aflans. Vestmanney VE kom í land á sunnudagskvöld og Bergey VE eftir hádegi í gær og eru áhafnirnar nú komnar í kærkomið þjóðhátíðarfrí eftir mikið úthald í júlí.  

Bretlandsmarkaður er lang mikilvægasti markaður fyrir afla Bergeyjar og Vestmannaeyjar og hefur veiking pundsins um 23% á einu ári haft mikil áhrif á tekjur félagsins og sjómanna þess. Ofan á lækkun pundsins virðist fiskverð almennt vera að gefa eftir, t.d. er ýsuverð í Bretlandi nú um 30% lægra í pundum talið samanborið við sumarið árið áður.

Góð makrílveiði – fiskurinn fínn til vinnslu

Heilfrysting á fallegum og ferskum makríl í fiskiðjuverinu. Ljósm. Hákon ErnusonHeilfrysting á fallegum og ferskum makríl í fiskiðjuverinu. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK kom til Neskaupstaðar í gær með 840 tonn af makríl sem fékkst að mestu fyrir vestan Vestmannaeyjar. Að sögn Jóns Más Jónssonar framkvæmdastjóra landvinnslu hjá Síldarvinnslunni er fiskurinn sem Beitir kom með fínn til vinnslu miðað við árstíma. Þá sagði Jón að það væri fagnaðaefni að fá svona góða veiði og nú væri vonandi ekkert því til fyrirstöðu að vertíðin færi af stað af alvöru. „Svona á þetta að vera- góð veiði og fínt hráefni,“ sagði Jón.
 
Bjarni Ólafsson AK er á landleið til Neskaupstaðar með 640 tonn en aflann fékk hann í þremur holum vestan við Eyjar. Runólfur Runólfsson skipstjóri sagði að veiðin þarna hefði verið mjög góð fram að hádegi í gær en þá hefði heldur dregið úr henni, mikil hreyfing væri á fiskinum. Bjarni Ólafsson mun koma til Neskaupstaðar í fyrramálið og löndun úr honum hefjast strax og lokið verður við að vinna úr Beiti.
 
Börkur NK hélt til makrílveiða í nótt. 

Börkur í nýju Síldarvinnslulitunum

BÖ

Börkur NK í nýju Síldarvinnslulitunum. Ljósm: Hákon Ernuson

                Börkur NK sigldi inn Norðfjörð í dag nýmálaður og fínn. Síldarvinnslan festi kaup á skipinu frá Noregi árið 2014 og þá var skipið rautt að lit og það hefur verið rautt þar til nú. Að undanförnu hefur Börkur verið í slipp á Akureyri og þar hefur verið sinnt ýmsum verkefnum um borð ásamt því að skipið hefur verið málað hátt og lágt.

                Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni er Síldarvinnslan að skipta um einkennislit á skipum sínum. Nýi liturinn er dökkblár og ekki ósvipaður þeim lit sem var á fyrstu skipunum sem voru í eigu fyrirtækisins.